Skjávarpavesen ástæðan fyrir fýlu Heimis Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 18. júní 2018 09:30 Heimir hefur verið í banastuði þegar íslenskir blaðamenn hafa hitt á hann hér ytra. Hér þakkar hann stuðninginn í leikslok í Moskvu. Vísir/Vilhelm Það vakti athygli á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn gegn Argentínu að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari talaði um að hann hefði farið í fýlu daginn á undan. Heimir kom inn á þetta í síðustu spurningunni á fundinum þar sem hann var spurður hvernig gengi að halda einbeitingunni á stóra sviðinu í Rússlandi. Heimir svaraði því þannig að undirbúningurinn hefði staðið það lengi yfir og það væri nógu margt fólk í kringum teymið sem vissi út í hvað liðið væri að fara. „Það eru engar reddingar á síðustu stundu. Það er allt mjög vel skipulagt,“ sagði Heimir og hrósaði þjálfarateyminu, sjúkraþjálfurunum, njósnurum og stuðningsnetinu allt í kring. „Ég fór í smá fýlu í gær en það voru menn sem pikkuðu mig upp og hristu mig,“ sagði Heimir til marks um hvernig menn stæðu saman. Allir íslensku blaðamennirnir veltu fyrir sér af hverju hvað hefði gerst og Sindri Sverrisson, blaðamaður á Morgunblaðinu, spurði Heimi út í það í gær. „Þegar spennan er að byggjast upp þá eru það oft litlir hlutir sem verða til þess að pirra mann. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé allt á hreinu og allt undirbúið. Það var einhver skjávarpi sem klikkaði, og mér fannst það ekki vera viðeigandi í aðdraganda leiks á HM að landsliðið væri með bilaðan skjávarpa,“ sagði Heimir en vildi ekki kenna neinum um skjávarpavesenið. „Þetta var ekkert vandamál eftir á, en þráðurinn er stuttur þegar það er mikið undir.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira
Það vakti athygli á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn gegn Argentínu að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari talaði um að hann hefði farið í fýlu daginn á undan. Heimir kom inn á þetta í síðustu spurningunni á fundinum þar sem hann var spurður hvernig gengi að halda einbeitingunni á stóra sviðinu í Rússlandi. Heimir svaraði því þannig að undirbúningurinn hefði staðið það lengi yfir og það væri nógu margt fólk í kringum teymið sem vissi út í hvað liðið væri að fara. „Það eru engar reddingar á síðustu stundu. Það er allt mjög vel skipulagt,“ sagði Heimir og hrósaði þjálfarateyminu, sjúkraþjálfurunum, njósnurum og stuðningsnetinu allt í kring. „Ég fór í smá fýlu í gær en það voru menn sem pikkuðu mig upp og hristu mig,“ sagði Heimir til marks um hvernig menn stæðu saman. Allir íslensku blaðamennirnir veltu fyrir sér af hverju hvað hefði gerst og Sindri Sverrisson, blaðamaður á Morgunblaðinu, spurði Heimi út í það í gær. „Þegar spennan er að byggjast upp þá eru það oft litlir hlutir sem verða til þess að pirra mann. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé allt á hreinu og allt undirbúið. Það var einhver skjávarpi sem klikkaði, og mér fannst það ekki vera viðeigandi í aðdraganda leiks á HM að landsliðið væri með bilaðan skjávarpa,“ sagði Heimir en vildi ekki kenna neinum um skjávarpavesenið. „Þetta var ekkert vandamál eftir á, en þráðurinn er stuttur þegar það er mikið undir.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira