Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 12:09 Talið er að Mohammed bin Salman krónprins hafi gefið skipun um morðið á Jamal Khashoggi. Vísir/EPA Njósnir bandarísku leyniþjónustunnar CIA benda til þess að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu hafi ítrekað skipst á skilaboðum við aðstoðarmann sinn um það leyti sem Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Trú leyniþjónustunnar á að Salman hafi skipað fyrir um morðið er sögð hafa styrkst. Þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti og ráðherrar hans hafi fram að þessu ekki viljað kenna sádiarabískum ráðamönnum um morðið á Khashoggi, blaðamanni sem var gagnrýninn á stjórnvöld í Ríad, telur bandaríska leyniþjónustan að það hafi verið framið með fullri vitund Salman og líklega að skipun hans. Salman og Saud al-Qahtani, ráðgjafi hans, skiptust á ellefu skilaboðum á þeim tíma sem hópur Sáda kom á ræðisskrifstofuna í Istanbúl í Tyrklandi þar sem Khashoggi var myrtur í október samkvæmt upplýsingum CIA. Qahtani var efstur á lista þeirra Sáda sem Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á í síðasta mánuði, að sögn New York Times. Hann er sagður á meðal nánustu ráðgjafa krónprinsins. Talið er að það hafi verið Qahtani sem var í beinum samskiptum við morðingja Khashoggi. Þessi samskipti Salman og Qahtani eru sögð hafa gert leyniþjónustuna vissari í sinni sök um að Salman hafi skipað fyrir um morðið. Þau séu þó ekki afdráttarlaus og bein sönnun á sekt krónprinsins sem Trump forseti hefur krafist ef sannfæra á hann um það. Salman krónprins hefur verið náinn bandamaður Trump forseta og þeir Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi hans, eru sagðir miklir mátar. Bandaríkjastjórn hefur haldið fast við stuðning sinn við krónprinsinn þrátt fyrir morðið á Khashoggi sem var með dvalarleyfi í Bandaríkjunum og skrifaði pistla fyrir Washington Post. Qahatani er sagður hafa verið sviptur ráðgjafatitli sínum við konungsfjölskylduna eftir morðið. Hann er ekki á meðal þeirra sem sádiarabísk yfirvöld hafa ákært vegna þess. Sem helsti áróðursmeistari krónprinsins er Qahatani sagður hafa tekið saman svartan lista yfir pólitíska óvini hans og skipulagt samfélagsmiðlaherferðir gegn þeim. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Njósnir bandarísku leyniþjónustunnar CIA benda til þess að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu hafi ítrekað skipst á skilaboðum við aðstoðarmann sinn um það leyti sem Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Trú leyniþjónustunnar á að Salman hafi skipað fyrir um morðið er sögð hafa styrkst. Þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti og ráðherrar hans hafi fram að þessu ekki viljað kenna sádiarabískum ráðamönnum um morðið á Khashoggi, blaðamanni sem var gagnrýninn á stjórnvöld í Ríad, telur bandaríska leyniþjónustan að það hafi verið framið með fullri vitund Salman og líklega að skipun hans. Salman og Saud al-Qahtani, ráðgjafi hans, skiptust á ellefu skilaboðum á þeim tíma sem hópur Sáda kom á ræðisskrifstofuna í Istanbúl í Tyrklandi þar sem Khashoggi var myrtur í október samkvæmt upplýsingum CIA. Qahtani var efstur á lista þeirra Sáda sem Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á í síðasta mánuði, að sögn New York Times. Hann er sagður á meðal nánustu ráðgjafa krónprinsins. Talið er að það hafi verið Qahtani sem var í beinum samskiptum við morðingja Khashoggi. Þessi samskipti Salman og Qahtani eru sögð hafa gert leyniþjónustuna vissari í sinni sök um að Salman hafi skipað fyrir um morðið. Þau séu þó ekki afdráttarlaus og bein sönnun á sekt krónprinsins sem Trump forseti hefur krafist ef sannfæra á hann um það. Salman krónprins hefur verið náinn bandamaður Trump forseta og þeir Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi hans, eru sagðir miklir mátar. Bandaríkjastjórn hefur haldið fast við stuðning sinn við krónprinsinn þrátt fyrir morðið á Khashoggi sem var með dvalarleyfi í Bandaríkjunum og skrifaði pistla fyrir Washington Post. Qahatani er sagður hafa verið sviptur ráðgjafatitli sínum við konungsfjölskylduna eftir morðið. Hann er ekki á meðal þeirra sem sádiarabísk yfirvöld hafa ákært vegna þess. Sem helsti áróðursmeistari krónprinsins er Qahatani sagður hafa tekið saman svartan lista yfir pólitíska óvini hans og skipulagt samfélagsmiðlaherferðir gegn þeim.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira