Fótbolti

Framherji með einn landsleik að baki í lokahóp Nígeríu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir og Garðar Kjartansson skrifa
Simeon Nwankwo var ónotaður varamaður í vináttuleik Nígeríu og Englands í gær
Simeon Nwankwo var ónotaður varamaður í vináttuleik Nígeríu og Englands í gær vísir/getty
Landsliðsþjálfari Nígeríu Gernot Rohr tilkynnti í dag lokahóp sinn fyrir HM í Rússlandi. Ola Aina og Mikel Agu voru þeir tveir leikmenn sem sitja eftir úr 25 manna æfingahóp.

Hvorki Aina né Agu fékk spilatíma í vináttulandsleiknum við England í gær þar sem Nígería tapaði 2-1. Þeir verða báðir til kalls komi upp einhver meiðsli.

John Obi Mikel, sem spilaði við góðan orðstýr hjá Chelsea, verður fyrirliði liðsins sem inniheldur menn á borð við Alex Iwobi miðjumann Arsenal og vængmann Chelsea Victor Moses.

Framherjinn Simeon Nwankwo sem spilaði sinn fyrsta landsleik í jafntefli við Kongó í byrjun vikunnar er í hópnum.

Nígería er í riðli með Íslandi á HM ásamt Króatíu og Argentínu. Ísland mætir Nígeríu í annari umferð riðlakeppninnar þann 22. júní.

Lokahópur Nígeríu:

Markmenn: 

Francis Uzoho, Deportivo

Ikechukwu Ezenwa, Enyimba

Daniel Akpeyi, Chippa United

Varnarmenn:

William Troost-Ekong, Bursaspor

Abdullahi Shehu, Bursaspor

Tyronne Ebuehi, Ado Den Haag

Elderson Echiejile, Cercle Brugge

Bryan Idowu, Amkar Perm

Chidozie Awaziem, Nantes

Leon Balogun, Brighton

Kenneth Omeruo, Kasimpasa

Miðjumenn:

John Obi Mikel, Tianjin Teda

Ogenyi Onazi, Trabzonspor

Wilfred Ndidi, Leicester City

Oghenekaro Etebo, Las Palmas

John Ogu, Hapoel Be'er Sheva

Joel Obi, Torino

Sóknarmenn:

Ahmed Musa, CSKA Moskva

Kelechi Iheanacho, Leicester City

Victor Moses, Chelsea

Odion Ighalo, Changchun Yatai

Alex Iwobi, Arsenal

Simeon Nwankwo, Crotone


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×