Fótbolti

Nígería mætir á HM með tvö töp á bakinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tékkar fagna sigurmarki sínu.
Tékkar fagna sigurmarki sínu. Mynd/Twitter/@ceskarepre_cz
Nígería er í riðli með Íslandi á HM í fótbolta í Rússlandi en þjóðirnar mætast í annarri umferð riðlakeppninnar.

Íslenska landsliðið undirbýr sig meðal annars fyrir leikinn á móti Nígeríu með leik á móti Gana á Laugardalsvellinum á morgun.

Nígeríska landsliðið lék aftur á móti sinn síðasta undirbúningsleik fyrir HM í dag þegar liðið spilaði við Tékkland í bænum Schwechat í Austurríki.





Tomas Kalas, varnarmaður tékkneska landsliðsins og Fulham, skoraði eina mark leiksins strax á 25. mínútu.

Kalas er í eigu Chelsea en hefur verið í láni hjá Köln, Middlesbrough og Fulham undanfarin fjögur tímabil.

Leikurinn fór fram í grenjandi rigningu eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.





Nígeríumenn töpuðu þar með tveimur síðustu undirbúningsleikjum sínum fyrir HM en liðið tapaði 2-1 fyrir enska landsliðinu á Wembley um síðustu helgi.

Nígeríska landsliðið en án sigurs í síðustu fimm landsleikjum sínum en síðasti sigurinn kom í leik á móti Póllandi 23. mars síðastliðinn. Síðan þá hefur liðið tapað fjórum leikjum og gert eitt jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×