Enski boltinn

De Bruyne kemur félaga sínum hjá City til varnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Bruyne og Sterling fagna saman marki í vetur.
De Bruyne og Sterling fagna saman marki í vetur. vísir/getty

Kevin De Bruyne, miðjumaður Englandsmeistara Man. City og belgíska landsliðsins, segir að gagnrýnin á liðsfélaga hans hjá City, Raheem Sterling, sé ósanngjörn.

Sterling hefur verið mikið í umræðunni undanfarna viku. Fyrst vegna tattú sem hann er með á kálfanum af byssu og svo vegna þess að hann mætti seint í æfingarbúðir enska landsliðsins.

„Raheem er ótrúlegur leikmaður. Þegar hann spilar fyrir England þá veit ég ekki hvað gerist en hann er alltaf gagnrýndur og ég veit ekki afhverju,” sagði De Bruyne og bætti við um samherja sinn:

„Hann er mjög góður strákur. Hann er einnig af drengjunum mínum og við höfum verið saman frá degi eitt. Við náum vel saman, spilum vel saman og hann er einungis 23 ára.”

„Ég veit ekki um marga stráka sem geta sýnt þá frammistöðu á þesum aldri í ensku deildinni. Afhverju er fólk að tala um annað fólk þegar fólk veit ekki ástæðuna fyrir hlutunum?”

„Fólk er fljótt að gagnrýna annað fólk án þess að kafa ofan í málið og samskiptamiðlar eru mjög slæmir. Allir hafa skoðun á hlutunum og það er mjög auðvelt að koma sinni skoðun á framfæri fyrir aftan tölvuskjáinn. Ef ég væri hann, þá myndi ég ekki hlusta á þetta.”


Tengdar fréttir

Sterling bað liðsfélagana afsökunar

Raheem Sterling, leikmaður Englands og Manchester City, bað liðsfélaga sína í enska landsliðinu afsökunar eftir að hafa mætt of seint til æfinga.

Enska pressan liggur eins og mara á leikmönnum

Hermann Hreiðarsson lék við góðan orðstír á Englandi í 15 ár. Hann hefur sterkar taugar til enska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann fylgist vel með liðinu og heldur með því á stórmótum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.