Erlent

Konur halda um spænsku stjórnartaumana

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Efnahagsráðherrann Nadia Calviño (t.v.), varaforsætisráðherrann Carmen Calvo og viðskiptaráðherrann María Jesús Montero (t.h.).
Efnahagsráðherrann Nadia Calviño (t.v.), varaforsætisráðherrann Carmen Calvo og viðskiptaráðherrann María Jesús Montero (t.h.). Vísir/epa
Konur eru nú í meirihluta í ríkisstjórn Spánar eftir að sósíaistinn Pedro Sanchéz tók við völdum. Konur skipa 11 sæti af 18 í nýrri ríkisstjórn Spánar eða 61,1 prósent og er það hærra hlutfall en í nokkru öðru Evrópulandi og það hæsta í sögu landsins.

Hinn nýi forsætisráðherra er yfirlýstur femínisti og sagðist hann vilja rétta úr kútnum eftir karllæga stjórn fyrirrennara hans í starfi, Mariono Rajoy sem var settur af í síðustu viku.

Konur eru með nokkur valdamestu ráðuneytin, til dæmis varnarmálaráðuneytið, efnahagsráðuneyti, fjármálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti.

Hin nýja ríkisstjórn er skipuð flokksbundnum og fólki úr atvinnulífinu í bland. Til dæmis er nýr ráðherra vísinda, Pedro Duque, fyrrverandi geimfari.

Sanchez hefur sagt að boðað verði til nýrra kosninga innan tveggja ára og því er líklegt að hann hafi leitast við að mynda ríkisstjórn sem skili honum atkvæðum á kjördag og velvild í þinginu.

Sósíalistaflokkurinn er einungis með 84 þingsæti af 350. Spænska þingið samþykkti vantrasuststillögu á Mariano Rajoy sem gegnt hafði embætti forsætisráðherra frá árinu 2011, vegna spillingarmála innan flokks hans. Hann tilkynnti í gær að hann hygðist hætta afskiptum af stjórnmálum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×