Erlent

Nýr forsætisráðherra Spánar er sósíalisti og hagfræðiprófessor

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Pedro Sanchez, leiðtogi Sósíalista og nýr forsætisráðherra Spánar, er 46 ára gamall og hefur setið á þingi frá 2009.
Pedro Sanchez, leiðtogi Sósíalista og nýr forsætisráðherra Spánar, er 46 ára gamall og hefur setið á þingi frá 2009. Vísir/Getty
Pedro Sanchez, leiðtogi spænskra sósíalista, sór embættiseyð forsætisráðherra í morgun. Ríkisstjórn Mariano Rajoys, fráfarandi forsætisráðherra, féll í gær eftir að ljóst varð að hann hefði ekki lengur þingstyrk til að verjast vantrauststillögu Sósíalista.

Það sem gerði útslagið var að fimm þingmenn þjóðernissinnaðra Baska sneru baki við Rajoy á ögurstundu þrátt fyrir að hafa sagt að þeir vildu ekki vera settir í þá aðstöðu að ráða stjórnarskiptum.

Vantrauststillagan var til komin vegna spillingarmáls sem skók spænsk stjórnmál og leiddi til þess að fyrrverandi gjaldkeri stjórnarflokksins var dæmdur í meira en þrjátíu ára fangelsi. Þá þurfti flokkur Rajoys að endurgreiða illa fengið fé sem gjaldkerinn aflaði.


Tengdar fréttir

Spænska ríkisstjórnin fallin

Allt bendir til þess að tími Mariano Rajoys á stóli forsætisráðherra Spánar sé liðinn. Þingið ræðir nú vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og síðdegis varð ljóst að meirihlutinn styður hann ekki lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×