Fótbolti

Ganverjar stigu dans fyrir utan Laugardalsvöll | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Strákarnir okkar spila sinn síðasta leik fyrir HM á Laugardalsvellinum í kvöld þar sem að Gana er í heimsókn í generalprufunni fyrir heimsmeistaramótið. Beina textalýsingu Vísis má sjá hér.

Óvíst er hvort uppselt verði á leikinn í kvöld en um 2.000 miðar voru eftir í gær. Eitthvað hefur gengið á miðana í dag og er vonandi að strákarnir verði kvaddir með fullum velli.

Einhverjir tugir Ganverja eru mættir í Laugardalinn til að fylgjast með Svörtu stjörnunum eins og liðið þeirra er kallað en það vann Japan, 2-0, í síðasta leik áður en það kom til Íslands.

Það er oft mikið fjör í kringum stuðningsmenn afrísku þjóðanna og það sást fyrir utan Laugardalsvöllinn rétt áðan þar sem glæsilegur hópur kvenna frá Gana með einum karlmanni á trommunum steig skemmtilegan dans og söng með.

Íslendingar hópuðust í kringum þennan glæsilega hóp og tóku myndir og myndbönd en það sama gerði blaðamaður Vísis. Smá brot af þessari skemmtilegu sýningu má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ísland á forsíðu Time

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að fara að stíga sín fyrstu skref í úrslitakeppni HM eftir rúma viku og það fer ekkert framhjá neinum að augu heimsins eru á litla íslenska kraftaverkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×