Slepptu blaðamannafundi og ræddu ekki við fjölmiðla Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 7. júní 2018 23:08 Hið svokallaða "mixed zone“ undir stúkunni á Laugardalsvelli í kvöld þar sem allajafna skylmingar eru stundaðar og spilað bandý. Vísir/Kolbeinn Tumi Landsliðsmenn Gana gáfu ekki kost á viðtölum eftir 2-2 jafnteflið gegn karlalandsliði Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. Landsliðsþjálfarinn mætti ekki á blaðamannafundinn. Ganverjar virtust engan áhuga hafa á því að ræða við blaðamenn eftir leikinn. Leikmenn fara alla jafna í gegnum svokallað „mixed zone“ undir stúkunni á Laugardalsvelli og gefa kost á viðtölum við blaðamenn. Segja má að það sé almenna útgönguleiðin en svo var ekki í kvöld. Leikmenn Íslands mættu hver á fætur öðrum og ræddu við blaðamenn. Í blaðamannafundaherberginu við hliðina á biðu fjölmiðlamenn eftir landsliðsþjálfurunum eins og hefð er fyrir. Heimir Hallgrímsson mætti galvaskur að vanda og svaraði þeim spurningum sem brunnu á blaðamönnum. Kollegi hans, Kwesi Appiah, mætti ekki. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tjáði blaðamönnum að hann myndi ekki mæta.Leikurinn á Laugardalsvelli í kvöld var leikur tveggja hálfleikja. Íslendingar unnu þann fyrri 2-0 en Ganverjar þann síðari með sömu markatölu.Vísir/VilhelmGanverskur fótbolti er í algjörum baklás eftir uppljóstrun BBC þess efnis að mikil spililng tröllríði fótboltanum þar í landi. Bæði hafa dómarar verið sakaðir um að þiggja fé og sömuleiðis forseti knattspyrnusambandsins, Kwesi Nyantaky. Upptökur sem náðust með földum myndavélum sýna Nyantaky þiggja 65 þúsund dollara. Svo virðist sem Nyantaky sé ekki staddur hér á landi með liðinu en forráðamenn KSÍ tjáðu Vísi í dag að þeir hefðu ekki hitt á hann. Ekki væri vitað hvort hans væri að vænta á völlinn í kvöld. Hann hefur enn ekkert tjáð sig um ásakanirnar alvarlegu á hendur sér. Ríkisstjórn Gana leysti Knattspyrnusamband Gana frá völdum í kvöld. Isaac Asiama sagði að ákvörðunin tæki þegar gildi í viðtali við GhanaWeb. Unnið væri að því að koma á fót nýju sambandi. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandi Gana segir að sambandið muni aðstoða við hverja þá rannsókn sem fari í gang. Heimildarmyndin When Greed and Corruption Become the Norm var afhent yfirvöldum í Gana fyrir um mánuði og fyrst sýnd í dag að því er fram kemur í frétt BBC. Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Sjá meira
Landsliðsmenn Gana gáfu ekki kost á viðtölum eftir 2-2 jafnteflið gegn karlalandsliði Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. Landsliðsþjálfarinn mætti ekki á blaðamannafundinn. Ganverjar virtust engan áhuga hafa á því að ræða við blaðamenn eftir leikinn. Leikmenn fara alla jafna í gegnum svokallað „mixed zone“ undir stúkunni á Laugardalsvelli og gefa kost á viðtölum við blaðamenn. Segja má að það sé almenna útgönguleiðin en svo var ekki í kvöld. Leikmenn Íslands mættu hver á fætur öðrum og ræddu við blaðamenn. Í blaðamannafundaherberginu við hliðina á biðu fjölmiðlamenn eftir landsliðsþjálfurunum eins og hefð er fyrir. Heimir Hallgrímsson mætti galvaskur að vanda og svaraði þeim spurningum sem brunnu á blaðamönnum. Kollegi hans, Kwesi Appiah, mætti ekki. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tjáði blaðamönnum að hann myndi ekki mæta.Leikurinn á Laugardalsvelli í kvöld var leikur tveggja hálfleikja. Íslendingar unnu þann fyrri 2-0 en Ganverjar þann síðari með sömu markatölu.Vísir/VilhelmGanverskur fótbolti er í algjörum baklás eftir uppljóstrun BBC þess efnis að mikil spililng tröllríði fótboltanum þar í landi. Bæði hafa dómarar verið sakaðir um að þiggja fé og sömuleiðis forseti knattspyrnusambandsins, Kwesi Nyantaky. Upptökur sem náðust með földum myndavélum sýna Nyantaky þiggja 65 þúsund dollara. Svo virðist sem Nyantaky sé ekki staddur hér á landi með liðinu en forráðamenn KSÍ tjáðu Vísi í dag að þeir hefðu ekki hitt á hann. Ekki væri vitað hvort hans væri að vænta á völlinn í kvöld. Hann hefur enn ekkert tjáð sig um ásakanirnar alvarlegu á hendur sér. Ríkisstjórn Gana leysti Knattspyrnusamband Gana frá völdum í kvöld. Isaac Asiama sagði að ákvörðunin tæki þegar gildi í viðtali við GhanaWeb. Unnið væri að því að koma á fót nýju sambandi. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandi Gana segir að sambandið muni aðstoða við hverja þá rannsókn sem fari í gang. Heimildarmyndin When Greed and Corruption Become the Norm var afhent yfirvöldum í Gana fyrir um mánuði og fyrst sýnd í dag að því er fram kemur í frétt BBC.
Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00
Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26