Íslenski boltinn

Ólsarar klifra upp töfluna | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar

Víkingur Ólafsvík er komið upp í þriðja sæti Inkasso-deildarinnar eftir 3-1 sigur á Þrótti í Laugardalnum í kvöld.

Hreinn Ingi Örnólfsson kom Þrótturum yfir strax á sjöttu mínútu leiksins en Ingibergur Kort Sigurðsson jafnaði metin skömmu fyrir hlé.

Strax á annarri mínútu síðari hálfleiks kom Ignacio Heras Anglada Ólsurum yfir og það var svo Pape Mamadou Faye sem gerði út um leikinn eftir klukkutíma leik.

Ólsarar eru því komnir upp í þriðja sætið. Þar sitja þeir með tíu stig, sex stigum frá toppliðinu og nágrönnum sínum í ÍA. Þróttarar eru í sjöunda sætinu með sjö stig.

Enn og aftur kastaði Njarðvík frá sér sigri en nú gerðu þeir 2-2 jafntefli við Fram á heimavelli.

Bergþór Ingi Smárason kom Njarðvík yfir og Helgi Þór Jónsson tvöfaldaði forystuna en Guðmundur Magnússon skoraði tvívegis í síðari hálfleik og jafnaði metin.

Jöfnunarmarkið kom tveimur mínútum fyrir leikslok og þar við sat. Njarðvík er í níunda sætinu með sex stig en Fram er í því sjötta með átta stig.

Úrslit og markaskorarar eru fengin frá fótbolti.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.