Erlent

Bandarískur sérsveitarmaður lést í árás í Sómalíu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Yfirvöld í Sómalíu hafa lengi barist gegn skæruliðasamtökunum al-Shabab og njóta nú aukins stuðnings Bandaríkjanna.
Yfirvöld í Sómalíu hafa lengi barist gegn skæruliðasamtökunum al-Shabab og njóta nú aukins stuðnings Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Bandarískur sérsveitarmaður lést í Sómalíu í dag, í árás sem sómölsk yfirvöld tengja við skæruliðasamtökin al-Shabab.

Fjórir aðrir bandarískir sérsveitarmenn og einn sómalskur hermaður særðust í árásinni, sem talið er að hafi verið launsátur rétt utan við bæinn Jamaame í suðvesturhluta Sómalíu, hvar sérþjálfaðar bandarískar hersveitir starfa með sómalska hernum, samkvæmt frétt BBC.

Skæruliðarnir réðust á herliðið með skotvopnum og sprengjuregni, samkvæmt fulltrúum Bandaríkjahers

Þetta er í fyrsta sinn sem bandarískur hermaður fellur í bardaga í Afríku síðan í október, þegar þrír bandarískir sérsveitarmenn féllu í launsátri í Níger.

Samkvæmt Bandaríkjaher er markmiðið með hersetu í Sómalíu að vera sómalska hernum innan handar við með því að „veita ráð og aðstoða.“

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur upp á síðkastið aukið viðveru herliðs síns í Sómalíu til að berjast gegn al-Shabab, sem er sómalski armur hinna alræmdu al-Qaeda hryðjuverkasamtaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×