Fótbolti

Heilu sætaraðirnar og eitt salerni í flugi íslenska liðsins notaðar undir töskur

Tómas Þór Þórðarson í Leifsstöð skrifar
Töskur úti um allt.
Töskur úti um allt. vísr/Vilhelm
Ævintýralega mikið magn farangurs fylgir íslenska fótboltalandsliðinu til Rússlands þar sem að það hefur leik gegn Argentínu í Moskvu 16. júní.

Strákarnir okkar bíða, þegar að þetta er skrifað, inn í flugvél Icelandair eftir því að fara á loft en biðin verður eitthvað lengri því verið er að koma öllum töskunum fyrir.

Farangurinn er svo mikill að öftustu sex sætaraðirnar í flugvélinni eru undirlagðar fyrir töskur og eitt salernið er notað sem farangursgeymsla. Starfsfólk Icelandair er á fullu að reyna að koma öllu fyrir svo hægt sé að fljúga af stað.

Sigurður Sveinn Þórðarson, Siggi Dúlla, búningastjóri íslenska liðsins, sagði í þættinum Áfram Ísland á RÚV í gærkvöldi að sokkapörin fyrir 53 leikmenn, þjálfara og starfslið væru 2.900 þannig það gefur kannski einhverja mynd af magninu sem fylgir okkar mönnum.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Víss, er með í för og tók myndina sem má sjá hér að ofan. Þetta er aðeins brot af þeim farangri sem fylgir Íslandi til Rússlandi.

Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Svona var kveðjustund strákanna í Leifsstöð

Íslenska knattspyrnulandsliðið hélt til Rússlands í dag og Vísir var með beina útsendingu frá Leifsstöð þar sem strákunum er fylgt eftir alla leið út í flugvél.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×