Fótbolti

Heilu sætaraðirnar og eitt salerni í flugi íslenska liðsins notaðar undir töskur

Tómas Þór Þórðarson í Leifsstöð skrifar
Töskur úti um allt.
Töskur úti um allt. vísr/Vilhelm

Ævintýralega mikið magn farangurs fylgir íslenska fótboltalandsliðinu til Rússlands þar sem að það hefur leik gegn Argentínu í Moskvu 16. júní.

Strákarnir okkar bíða, þegar að þetta er skrifað, inn í flugvél Icelandair eftir því að fara á loft en biðin verður eitthvað lengri því verið er að koma öllum töskunum fyrir.

Farangurinn er svo mikill að öftustu sex sætaraðirnar í flugvélinni eru undirlagðar fyrir töskur og eitt salernið er notað sem farangursgeymsla. Starfsfólk Icelandair er á fullu að reyna að koma öllu fyrir svo hægt sé að fljúga af stað.

Sigurður Sveinn Þórðarson, Siggi Dúlla, búningastjóri íslenska liðsins, sagði í þættinum Áfram Ísland á RÚV í gærkvöldi að sokkapörin fyrir 53 leikmenn, þjálfara og starfslið væru 2.900 þannig það gefur kannski einhverja mynd af magninu sem fylgir okkar mönnum.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Víss, er með í för og tók myndina sem má sjá hér að ofan. Þetta er aðeins brot af þeim farangri sem fylgir Íslandi til Rússlandi.

Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.