Fótbolti

Svona var kveðjustund strákanna í Leifsstöð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
HM-ævintýri Íslands hefst formlega í dag þegar strákarnir okkar fara til Rússlands. Vísir er með beina útsendingu frá kveðjuathöfninni í Leifsstöð og fylgir íslenska liðinu hvert fótmál, alla leið út í flugvél.

Það má reikna með því að útsending hefjist klukkan 10.00 en áætlað flugtak frá Keflavíkurflugvelli er klukkan 10.30. Flogið verður beint til Gelendszhik í Rússlandi, þar sem íslenska landsliðið verður með bækistöðvar sínar á meðan HM stendur.

Beina útsendingu má sjá í spilaranum en þar fyrir neðan verður bein textalýsing með nýjustu upplýsingum úr Leifsstöð.

Uppfært kl. 11.00: Útsendingunni er lokið. Innan skamms verður upptaka frá morgninum aðgengileg í þessari frétti.

Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.

Íslenska landsliðið heldur til Rússlands



Fleiri fréttir

Sjá meira
×