Ágúst: Menn hljóta að mega segja eitthvað Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júní 2018 18:22 Ágúst var ánægður með sína menn í dag. Vísir/Anton „Þetta var frábær sigur gegn toppliðinu. Ég er gríðarlega ánægður með strákana því aðstæður voru erfiðar, blautt og vindur. Við sköpuðum fullt af færum og fannst mér vinna sanngjarnt 2-0. Þeir fengu eitthvað en þetta eru frábær þrjú stig,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Blika eftir sigur á Grindavík í Pepsi-deildinni í dag. Sigurinn var sá fyrsti hjá Breiðablik í deildinni síðan 12.maí en frá þeim sigurleik gegn Keflavík hefur liðið leikið fjóra leiki án þess að vinna. „Við unnum leikinn og það er fyrir öllu og héldum hreinu. Kannski hefðum við getað skorað fleiri en ég er sáttur með leikinn.“ „Vonandi verður þetta áfram jöfn og skemmtileg deild. Við höfum verið í stöðunni sem Grindavík var í núna, að geta slitið okkur aðeins frá liðum fyrir neðan. Við höfum ekki klárað það og þeir ekki heldur í dag. Það lítur út fyrir að þetta verði jafnt í allt sumar.“ Arnþór Ari Atlason fékk rautt spjald undir lok leiksins í dag þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Hvað fannst Ágústi um það? „Hann fékk þetta fyrir að segja „ertu ekki að grínast“ úr fimm metra fjarlægð. Þetta er fyrir litlar sakir og vont fyrir okkur,“ sagði Ágúst og bætti við að honum fyndist alltof hart tekið á þessum málum í deildinni. „Menn eru með tilfinningar og það er kannski búið að brjóta á þeim og þeir hljóta að mega segja eitthvað í fimm sekúndur ef það er ekki eitthvað skelfilegt orðbragð. Ég fatta þetta ekki og leiðinlegt að menn fari í bann fyrir þetta,“ en töluverð umræða hefur verið undanfarið um fjölda spjalda fyrir mótmæli í deildinni í sumar. Elfar Freyr Helgason fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks og gæti verið frá í einhvern tíma. „Ég held að hann hafi farið úr axlarlið og sjúkrabíllinn kom og sótti hann. Það er búið að vera mikið um meiðsli og búið að taka hart á okkur og við að súpa seyðið af því.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
„Þetta var frábær sigur gegn toppliðinu. Ég er gríðarlega ánægður með strákana því aðstæður voru erfiðar, blautt og vindur. Við sköpuðum fullt af færum og fannst mér vinna sanngjarnt 2-0. Þeir fengu eitthvað en þetta eru frábær þrjú stig,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Blika eftir sigur á Grindavík í Pepsi-deildinni í dag. Sigurinn var sá fyrsti hjá Breiðablik í deildinni síðan 12.maí en frá þeim sigurleik gegn Keflavík hefur liðið leikið fjóra leiki án þess að vinna. „Við unnum leikinn og það er fyrir öllu og héldum hreinu. Kannski hefðum við getað skorað fleiri en ég er sáttur með leikinn.“ „Vonandi verður þetta áfram jöfn og skemmtileg deild. Við höfum verið í stöðunni sem Grindavík var í núna, að geta slitið okkur aðeins frá liðum fyrir neðan. Við höfum ekki klárað það og þeir ekki heldur í dag. Það lítur út fyrir að þetta verði jafnt í allt sumar.“ Arnþór Ari Atlason fékk rautt spjald undir lok leiksins í dag þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Hvað fannst Ágústi um það? „Hann fékk þetta fyrir að segja „ertu ekki að grínast“ úr fimm metra fjarlægð. Þetta er fyrir litlar sakir og vont fyrir okkur,“ sagði Ágúst og bætti við að honum fyndist alltof hart tekið á þessum málum í deildinni. „Menn eru með tilfinningar og það er kannski búið að brjóta á þeim og þeir hljóta að mega segja eitthvað í fimm sekúndur ef það er ekki eitthvað skelfilegt orðbragð. Ég fatta þetta ekki og leiðinlegt að menn fari í bann fyrir þetta,“ en töluverð umræða hefur verið undanfarið um fjölda spjalda fyrir mótmæli í deildinni í sumar. Elfar Freyr Helgason fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks og gæti verið frá í einhvern tíma. „Ég held að hann hafi farið úr axlarlið og sjúkrabíllinn kom og sótti hann. Það er búið að vera mikið um meiðsli og búið að taka hart á okkur og við að súpa seyðið af því.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira