15 dagar í HM: Þegar Zenga lokaði búrinu á heimavelli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. maí 2018 13:30 Zenga með einbeitinguna í lagi. Þessi glæsilega treyja og gullkeðjan lifa enn í minningu margra. vísir/getty Ítalski markvörðurinn Walter Zenga setti met á HM 1990 á Ítalíu sem stendur enn. Þá virtist hreinlega ekki vera hægt að skora hjá honum. Zenga gerði sér nefnilega lítið fyrir og hélt hreinu í fimm leikjum í röð. Það var ekki fyrr en í undanúrslitum keppninnar sem loksins tókst að skora hjá honum. Þá var ekki búið að skora hjá honum í 518 mínútur. Það mark gerði Argentínumaðurinn Claudio Caniggia með skalla. Sá leikur endaði í vítaspyrnukeppni þar sem Zenga náði ekki að verja neina af spyrnum Argentínumanna sem fyrir vikið komust í úrslit. Ítalía vann svo England, 2-1, í leiknum um bronsið.Leikirnir fimm þar sem Zenga hélt hreinu voru gegn Austurríki, Tékkóslóvakíu og Bandaríkjunum í riðlinum. Svo hélt hann hreinu gegn Úrúgvæ í 16-liða úrslitum keppninnar sem og gegn Írum í átta liða úrslitunum. Magnaður árangur. Zenga, sem er orðinn 58 ára gamall í dag, átti magnaðan feril og var lengi vel talinn vera besti markvörður heims. Hann er líka almennt talinn vera einn besti markvörður allra tíma. Lungann úr ferlinum var hann hjá Inter. Kom þangað sem unglingur árið 1971 en spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik með félaginu árið 1978. Hann stóð í marki Inter til ársins 1994 og náði að spila 328 leiki fyrir félagið. Svo fór hann í tvö ár til Sampdoria og síðasta leiktíðin á Ítalíu var hjá Padova.Zenga fagnar einu sinni sem oftar á HM 1990.vísir/gettySíðustu tvö ár ferilsins voru hjá New England Revolution í Bandaríkjunum en hanskarnir fóru upp í hillu árið 1999. Hann spilaði 58 landsleiki fyrir Ítalíu. Þann síðasta árið 1992. Í dag þjálfar hann Crotone á Ítalíu en hann hefur víða komið við á þjálfaraferli sínum sem hófst hjá New England Revolution. Hann er búinn að þjálfa í Rúmeníu, Serbíu, Tyrklandi, Sádi Arabíu og Englandi þar sem hann var til skamms tíma þjálfari Úlfanna fyrir tveimur árum síðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 16 dagar í HM: Whiteside sá yngsti til þess að spila á HM Norður-Írinn Norman Whiteside bætti met Pelé er hann varð sá yngsti til þess að spila á HM árið 1982. Hann átti þá framtíðina fyrir sér en fótboltaferillinn varð ekki eins glæstur og vonir stóðu til um. 29. maí 2018 13:00 17 dagar í HM: Þegar Keane brjálaðist og yfirgaf Íra í Saipan Undirbúningur Íra fyrir HM 2002 gleymist seint enda yfirgaf fyrirliði liðsins, Roy Keane, æfingabúðir liðsins í fússi eftir að hafa brjálast vegna skorts á fagmennsku hjá írska knattspyrnusambandinu. 28. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Ítalski markvörðurinn Walter Zenga setti met á HM 1990 á Ítalíu sem stendur enn. Þá virtist hreinlega ekki vera hægt að skora hjá honum. Zenga gerði sér nefnilega lítið fyrir og hélt hreinu í fimm leikjum í röð. Það var ekki fyrr en í undanúrslitum keppninnar sem loksins tókst að skora hjá honum. Þá var ekki búið að skora hjá honum í 518 mínútur. Það mark gerði Argentínumaðurinn Claudio Caniggia með skalla. Sá leikur endaði í vítaspyrnukeppni þar sem Zenga náði ekki að verja neina af spyrnum Argentínumanna sem fyrir vikið komust í úrslit. Ítalía vann svo England, 2-1, í leiknum um bronsið.Leikirnir fimm þar sem Zenga hélt hreinu voru gegn Austurríki, Tékkóslóvakíu og Bandaríkjunum í riðlinum. Svo hélt hann hreinu gegn Úrúgvæ í 16-liða úrslitum keppninnar sem og gegn Írum í átta liða úrslitunum. Magnaður árangur. Zenga, sem er orðinn 58 ára gamall í dag, átti magnaðan feril og var lengi vel talinn vera besti markvörður heims. Hann er líka almennt talinn vera einn besti markvörður allra tíma. Lungann úr ferlinum var hann hjá Inter. Kom þangað sem unglingur árið 1971 en spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik með félaginu árið 1978. Hann stóð í marki Inter til ársins 1994 og náði að spila 328 leiki fyrir félagið. Svo fór hann í tvö ár til Sampdoria og síðasta leiktíðin á Ítalíu var hjá Padova.Zenga fagnar einu sinni sem oftar á HM 1990.vísir/gettySíðustu tvö ár ferilsins voru hjá New England Revolution í Bandaríkjunum en hanskarnir fóru upp í hillu árið 1999. Hann spilaði 58 landsleiki fyrir Ítalíu. Þann síðasta árið 1992. Í dag þjálfar hann Crotone á Ítalíu en hann hefur víða komið við á þjálfaraferli sínum sem hófst hjá New England Revolution. Hann er búinn að þjálfa í Rúmeníu, Serbíu, Tyrklandi, Sádi Arabíu og Englandi þar sem hann var til skamms tíma þjálfari Úlfanna fyrir tveimur árum síðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 16 dagar í HM: Whiteside sá yngsti til þess að spila á HM Norður-Írinn Norman Whiteside bætti met Pelé er hann varð sá yngsti til þess að spila á HM árið 1982. Hann átti þá framtíðina fyrir sér en fótboltaferillinn varð ekki eins glæstur og vonir stóðu til um. 29. maí 2018 13:00 17 dagar í HM: Þegar Keane brjálaðist og yfirgaf Íra í Saipan Undirbúningur Íra fyrir HM 2002 gleymist seint enda yfirgaf fyrirliði liðsins, Roy Keane, æfingabúðir liðsins í fússi eftir að hafa brjálast vegna skorts á fagmennsku hjá írska knattspyrnusambandinu. 28. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
16 dagar í HM: Whiteside sá yngsti til þess að spila á HM Norður-Írinn Norman Whiteside bætti met Pelé er hann varð sá yngsti til þess að spila á HM árið 1982. Hann átti þá framtíðina fyrir sér en fótboltaferillinn varð ekki eins glæstur og vonir stóðu til um. 29. maí 2018 13:00
17 dagar í HM: Þegar Keane brjálaðist og yfirgaf Íra í Saipan Undirbúningur Íra fyrir HM 2002 gleymist seint enda yfirgaf fyrirliði liðsins, Roy Keane, æfingabúðir liðsins í fússi eftir að hafa brjálast vegna skorts á fagmennsku hjá írska knattspyrnusambandinu. 28. maí 2018 11:00
22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00
20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30