Erlent

Litháen og Rúmenía hýstu pyntingarfangelsi CIA

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Mennirnir voru meðal annars hlekkjaðir langtímum saman í óþægilegum stellingum
Mennirnir voru meðal annars hlekkjaðir langtímum saman í óþægilegum stellingum Vísir/Getty
Evrópski mannréttindadómstóllinn hefur úrskurðað að stjórnvöld í Litháen og Rúmeníu gerðust sek um mannréttindabrot þegar þau aðstoðuðu bandarísk stjórnvöld við að pynta grunaða hryðjuverkamenn.

Dómstóllinn tók fyrir mál tveggja manna sem fluttir voru með fangaflugi bandarísku leyniþjónustunnar CIA til leynilegra fangelsa í Litháen og Rúmeníu. Þar sættu þeir ómannúðlegri meðferð og pyntingum samkvæmt dómsúrskurði. Litháar og Rúmenar hjálpuðu síðan við að koma mönnunum úr landi og í aðrar fangageymslur á vegum CIA. Báðir mennirnir eru nú í haldi í Guantanamo fangabúðunum.

Dómarar studdust meðal annars við leynileg skjöl frá bandarísku leyniþjónustunni þar sem greint var frá meðferð fanganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×