Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2018 10:49 Hart er sótt að Steingrími J. Sigfússyni forseta þingsins, og ríkisstjórninni, vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda. visir/anton brink Mikil spenna og reiði ríkir nú á Alþingi þar sem fundarstjórn forseta er rædd; óvænt breyting á dagskrá hvar meirihlutaálit atvinnuveganefndar skal afgreitt sem snýr að lækkun veiðigjalda. Stjórnarandstaðan sækir hart að ríkisstjórninni. Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu hóf umræðuna og mótmótmælti harðlega 11. dagskrárlið á dagskrá. Hún sagði að hér væri um stórpólitískt mál að ræða, sprengja, fáránlegt mál, ofbeldi… segir stjórnarandstaðan. Og boðar málþóf. „Eins og blaut tuska framan í okkur þingflokksformenn sem höfum unnið samkvæmt ákveðnu samkomulagi. Tökum ekki í mál að svona sé komið fram við þingið og þingflokksformenn. Málið verður ekki á dagskrá þingsins í dag,“ sagði Oddný G. Harðardóttir. Hún segir að verið sé að afhenda útgerðinni 3 milljarða á silfurfati. Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, sagði að málið væri víst á dagskrá samkvæmt áætlun. En hann ætlaði að funda með þingflokksformönnum í hádeginu. Logi Einarsson formaður Samfylkingar kom næstur í ræðupúlt og sagði þetta áhugaverðan dag á þinginu. Hann var harðorður en síðar kom á daginn að þar var hann að vitna beint í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, fimm ára gamla Facebookfærslu, hvar hún fer hörðum orðum um sambærileg vinnubrögð og fyrirætlanir um lækkun veiðigjalda eins og nú stendur fyrir dyrum.Logi sagðist taka heilshugar undir þessi orð og kvað við heldur háan hlátur í þingsal. Ljóst er að stjórnarandstaðan er þeirrar skoðunar að Svandís í ríkisstjórn sé allt önnur kona en Svandís í stjórnarandstöðu. „Umturnast fólk algerlega við það að skipta um sæti í þingsal,“ spurði Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu. „Þetta er til skammar.“ Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna hafa nú þegar tekið til máls og fordæmt þessar fyrirætlanir harðlega og spara hvergi stóru orðin. En, fylgjast má með umræðunni hér neðar. Alþingi Tengdar fréttir Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45 Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Mikil spenna og reiði ríkir nú á Alþingi þar sem fundarstjórn forseta er rædd; óvænt breyting á dagskrá hvar meirihlutaálit atvinnuveganefndar skal afgreitt sem snýr að lækkun veiðigjalda. Stjórnarandstaðan sækir hart að ríkisstjórninni. Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu hóf umræðuna og mótmótmælti harðlega 11. dagskrárlið á dagskrá. Hún sagði að hér væri um stórpólitískt mál að ræða, sprengja, fáránlegt mál, ofbeldi… segir stjórnarandstaðan. Og boðar málþóf. „Eins og blaut tuska framan í okkur þingflokksformenn sem höfum unnið samkvæmt ákveðnu samkomulagi. Tökum ekki í mál að svona sé komið fram við þingið og þingflokksformenn. Málið verður ekki á dagskrá þingsins í dag,“ sagði Oddný G. Harðardóttir. Hún segir að verið sé að afhenda útgerðinni 3 milljarða á silfurfati. Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, sagði að málið væri víst á dagskrá samkvæmt áætlun. En hann ætlaði að funda með þingflokksformönnum í hádeginu. Logi Einarsson formaður Samfylkingar kom næstur í ræðupúlt og sagði þetta áhugaverðan dag á þinginu. Hann var harðorður en síðar kom á daginn að þar var hann að vitna beint í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, fimm ára gamla Facebookfærslu, hvar hún fer hörðum orðum um sambærileg vinnubrögð og fyrirætlanir um lækkun veiðigjalda eins og nú stendur fyrir dyrum.Logi sagðist taka heilshugar undir þessi orð og kvað við heldur háan hlátur í þingsal. Ljóst er að stjórnarandstaðan er þeirrar skoðunar að Svandís í ríkisstjórn sé allt önnur kona en Svandís í stjórnarandstöðu. „Umturnast fólk algerlega við það að skipta um sæti í þingsal,“ spurði Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu. „Þetta er til skammar.“ Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna hafa nú þegar tekið til máls og fordæmt þessar fyrirætlanir harðlega og spara hvergi stóru orðin. En, fylgjast má með umræðunni hér neðar.
Alþingi Tengdar fréttir Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45 Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45
Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00