Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Ömurlegt að finna stæði í Vesturbænum, erum ekki öll á hjóli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aðeins 81 áhorfandi var á Alvogenvellinum í Frostaskjóli þegar KR og Breiðablik mættust í síðustu umferð Pepsi deildar kvenna samkvæmt opinberum áhorfendatölum. Sérfræðingar Pepsimarkanna ræddu mætinguna í þætti kvöldsins.

KR hefur farið illa af stað í mótinu og er aðeins með einn sigur úr fimm leikjum.

„Það var viðbjóðslegt veður, maður er ekkert oft að leita sér að ástæðu til þess að kíkja í Vesturbæinn, sérstaklega ekki þegar það er svona veður,“ sagði Máni Pétursson, einn sérfræðinga þáttarins.

„Svo eru liðin að mætast aftur á föstudaginn í bikar,“ sagði Daði Rafnsson. „Breiðablik og KR karla eru líka að mætast bæði í deild og bikar með skömmum fyrirvara. Blikarnir geta bara farið svo oft í Vesturbæinn.“

„Það er orðið ömurlegt að finna stæði þarna, við erum ekki öll á hjóli,“ bætti Máni við.

Pepsimörk kvenna eru á dagskrá klukkan 21:15 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×