Alfreð: Þarf að skoða hvað ég get gert betur Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2018 13:30 Alfreð Finnbogason ætlaði að spila 30 leiki á síðustu leiktíð. vísir/vilhelm Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg í þýsku 1. deildinni, er mættur til æfinga með íslenska landsliðinu sem hefur formlegan undirbúning fyrir HM 2018 í Rússlandi í næstu viku þegar að allur hópurinn verður kominn saman. Alfreð fór hamförum fyrir Augsburg fyrir áramót og skoraði ellefu mörk í 17 leikjum, þar af tvær þrennur. Hann meiddist svo á kálfa eftir áramót og missti af ellefu af 17 leikjum liðsins á seinni hluta leiktíðar. „Fyrri hlutinn var frábær þar sem að ég spilaði alla leikina og bæði gekk mjög vel hjá liðinu og mér persónulega. Ég næ svo ekki að spila nema sex leiki í seinni hlutanum en þó var mikilvægt fyrir mig að ná þessum síðustu fjórum leikjum til að geta komið í leikæfingu hingað og inn á HM. Það var markmið mitt í þessum meiðslum,“ segir Alfreð.Með Alfreð í stuði gekk Augsburg-liðinu vel fyrir áramót en án hans fór að dala í seinni hlutanum og lenti liðið í smá fallbaráttu sem reddaðist þegar að Alfreð kom aftur úr meiðslunum. „Við náðum ekki að fylgja eftir góðum árangri í seinni hlutanum og þegar maður sjálfur er meiddur er erfitt að hjálpa liðinu. Það var svekkjandi að geta ekki klárað heilt tímabil sem var mitt markmið,“ segir Alfreð. „Aðaltakmarkið mitt fyrir síðustu leiktíð var að spila 30 leiki. Það var leiðinlegt að ná því ekki. Ég þarf bara að skoða hvað ég get gert betur og hvað ég get bætt við mig til að ná heilu góðu tímabili á næstu leiktíð.“ Markahrókurinn viðurkennir að hann dreymir um stærri hluti en Augsburg en hann hefur auðvitað spilað fyrir stórlið á borð við Real Sociedad og Olympiacos. „Ég er alveg hreinskilinn með það, að ég mun skoða mig um ef eitthvað gott býðst. Ég veit hvað ég hef í Augsburg og hef bæði góða og slæma reynslu af því að fara á aðra og stærri staði. Ég mun bara sjá hvað dettur inn í sumar og hvort það verði eitthvað skemmtilegt í boði. Ef ekkert kemur þá held ég áfram glaður og sáttur hjá Augsburg,“ segir Alfreð Finnbogason. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn Bergmann: Held að enginn hafi búist við að ég myndi fara á HM Skagamaðurinn kom óvænt aftur í landsliðið fyrir hálfu öðru ári og hefur ekki litið um öxl. 24. maí 2018 16:00 Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00 Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00 Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg í þýsku 1. deildinni, er mættur til æfinga með íslenska landsliðinu sem hefur formlegan undirbúning fyrir HM 2018 í Rússlandi í næstu viku þegar að allur hópurinn verður kominn saman. Alfreð fór hamförum fyrir Augsburg fyrir áramót og skoraði ellefu mörk í 17 leikjum, þar af tvær þrennur. Hann meiddist svo á kálfa eftir áramót og missti af ellefu af 17 leikjum liðsins á seinni hluta leiktíðar. „Fyrri hlutinn var frábær þar sem að ég spilaði alla leikina og bæði gekk mjög vel hjá liðinu og mér persónulega. Ég næ svo ekki að spila nema sex leiki í seinni hlutanum en þó var mikilvægt fyrir mig að ná þessum síðustu fjórum leikjum til að geta komið í leikæfingu hingað og inn á HM. Það var markmið mitt í þessum meiðslum,“ segir Alfreð.Með Alfreð í stuði gekk Augsburg-liðinu vel fyrir áramót en án hans fór að dala í seinni hlutanum og lenti liðið í smá fallbaráttu sem reddaðist þegar að Alfreð kom aftur úr meiðslunum. „Við náðum ekki að fylgja eftir góðum árangri í seinni hlutanum og þegar maður sjálfur er meiddur er erfitt að hjálpa liðinu. Það var svekkjandi að geta ekki klárað heilt tímabil sem var mitt markmið,“ segir Alfreð. „Aðaltakmarkið mitt fyrir síðustu leiktíð var að spila 30 leiki. Það var leiðinlegt að ná því ekki. Ég þarf bara að skoða hvað ég get gert betur og hvað ég get bætt við mig til að ná heilu góðu tímabili á næstu leiktíð.“ Markahrókurinn viðurkennir að hann dreymir um stærri hluti en Augsburg en hann hefur auðvitað spilað fyrir stórlið á borð við Real Sociedad og Olympiacos. „Ég er alveg hreinskilinn með það, að ég mun skoða mig um ef eitthvað gott býðst. Ég veit hvað ég hef í Augsburg og hef bæði góða og slæma reynslu af því að fara á aðra og stærri staði. Ég mun bara sjá hvað dettur inn í sumar og hvort það verði eitthvað skemmtilegt í boði. Ef ekkert kemur þá held ég áfram glaður og sáttur hjá Augsburg,“ segir Alfreð Finnbogason.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn Bergmann: Held að enginn hafi búist við að ég myndi fara á HM Skagamaðurinn kom óvænt aftur í landsliðið fyrir hálfu öðru ári og hefur ekki litið um öxl. 24. maí 2018 16:00 Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00 Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00 Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Björn Bergmann: Held að enginn hafi búist við að ég myndi fara á HM Skagamaðurinn kom óvænt aftur í landsliðið fyrir hálfu öðru ári og hefur ekki litið um öxl. 24. maí 2018 16:00
Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00
Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00
Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59