Innlent

Fimm manns aftur hafnað um að skrá sig í Árneshrepp

Kristján Már Unnarsson skrifar
Frá Finnbogastöðum í Trékyllisvík. Þar er grunnskóli Árneshrepps. Reykjaneshyrna sést fjær til vinstri.
Frá Finnbogastöðum í Trékyllisvík. Þar er grunnskóli Árneshrepps. Reykjaneshyrna sést fjær til vinstri. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Þjóðskrá Íslands hafnaði í dag óskum fimm einstaklinga um endurupptöku á fyrri ákvörðun um að ógilda lögheimilisflutning þeirra í Árneshrepp. Þjóðskrá hefur enn til umfjöllunar ósk eins einstaklings um endurupptöku og er vonast til að niðurstaða fáist fyrir kvöldið, að sögn Ástríðar Jóhannesdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Þjóðskrár.

Þá hefur Þjóðskrá fallist á ósk tveggja einstaklinga um leiðréttingu þess efnis að lögheimili þeirra verði flutt úr Árneshreppi. Þessir tveir einstaklingar eru ekki í hópi átjánmenninganna, sem teknir voru til rannsóknar vegna gruns um málamyndaflutninga lögheimilis. 

Staða málsins er sem stendur þannig að tveir af þessum átján fengu lögheimili samþykkt í Árneshreppi. Í samræmi við synjun Þjóðskrár er hreppsnefndin búin að afmá sextán einstaklinga af kjörskrá. Staða eins af þessum sextán gæti breyst fyrir kjördag, fallist Þjóðskrá á ósk hans um að lögheimilisflutningurinn standi, líkt og gerðist í máli Hrafns Jökulssonar í gær.


Tengdar fréttir

Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.