Innlent

Sanna slær 44 ára gamalt met Davíðs Oddssonar

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm
Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins sló 44 ára gamalt met Davíðs Oddssonar en hún er yngsti fulltrúinn sem kjörinn hefur verið í borgarstjórn. Davíð var 26 ára og rúmlega fimm mánaða þegar hann naáði kjöri árið 1974. Sanna er fædd árið 1992 og er nýorðin 26 ára gömul þann 3.maí síðastliðinn. Sósíalistaflokkurinn fékk einn fulltrúa kjörinn og 6,4% atkvæða í Reykjavík.

Sanna Magdalena var að vonum ánægð þegar hún brást við öðrum tölum tölum í beinni útsendingu á Stöð 2 í nótt.

„Þetta er bara glæsilegt. Við erum mjög ungur flokkur og fórum af stað með lítið sem ekkert fjármagn á bak við okkur, keyrðum þetta áfram dálítið á samfélagmiðlum og samræðum við fólk. Þetta eru bara frábærar fréttir,“ sagði Sanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×