Mikill heiður að vera gerður að fyrirliða strax á fyrsta árinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. maí 2018 08:00 Guðlaugur Victor fagnar titlinum í leikslok í gær. NordicPhotos/AFP Guðlaugur Victor Pálsson leiddi lið sitt til sigurs í bikarkeppninni í Sviss í gær á fyrsta ári sínu í herbúðum FC Zürich. Þeir lögðu nýkrýnda meistara Young Boys að velli 2-1 þrátt fyrir að leika manni færri stærstan hluta seinni hálfleiks. Leikurinn fór fram á heimavelli Young Boys en Zürich náði að halda út og fara með sigur af hólmi eftir að Young Boys minnkaði muninn á lokamínútunum.Strax gerður að fyrirliða Guðlaugur Victor var skiljanlega himinlifandi þegar Fréttablaðið náði í hann eftir leik en þetta er fyrsti titill hans á ferlinum. Umboðsmaður hans, Magnús Agnar Magnússon, benti á að hann væri fyrsti íslenski fyrirliðinn sem tæki við bikar í tíu ár. „Tilfinningin var meiriháttar, það var frábært að fá að upplifa að taka við fyrsta titlinum sem atvinnumaður. Þetta var afar erfiður leikur, við lékum lengi einum manni færri og þeir lágu á okkur eftir að þeir minnkuðu muninn en við stóðumst það. Tilfinningin þegar dómarinn flautaði af var eiginlega bara mögnuð,“ segir Guðlaugur og bætir við: „Þetta voru algjör óþarfa spjöld sem Sarr fékk en við héldum góðu skipulagi, gáfum þeim fá tækifæri og í raun er bara sætara að hafa náð að halda þetta út eftir að hafa verið einum færri svona lengi. Svo hjálpaði það ekki að leikurinn fór fram á þeirra heimavelli á gervigrasi en við sýndum að það skipti okkur engu máli.“ Guðlaugur kom til Sviss frá Esbjerg fyrir tímabilið en hann var gerður að fyrirliða eftir aðeins sex mánuði. Hefur hann því borið fyrirliðabandið í Danmörku, Svíþjóð og Sviss. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í liði sem er að berjast um titla og mér líður afar vel hér. Ég fékk fyrirliðabandið eftir aðeins sex mánuði sem var mikill heiður. Mig hefur dreymt um að vinna titla síðan ég var lítill strákur og það var frábært að ná að vinna sinn fyrsta titil og bæta honum við á ferilskrána. Með því kemur sæti í Evrópudeildinni sem er spennandi verkefni.“Líður vel í Sviss Guðlaugur Victor hefur komið sér vel fyrir í Sviss en orðrómur hefur heyrst um áhuga frá Þýskalandi. Hann segir að tilboðin þurfi að vera afar freistandi til að hann skoði þau.. „Ég hef heyrt einhverjar sögusagnir. Það er alltaf gaman að heyra af þeim en ég er mjög ánægður hér. Við erum að fara í Evrópukeppni sem verður afar spennandi, svo líður mér afar vel hérna. Zürich er frábær borg og Sviss fallegt land. Það þarf eitthvað mjög mikið til að ég íhugi að fara héðan.“ Hann var ekki valinn í 23 manna hóp Heimis Hallgrímssonar fyrir HM í Rússlandi en hann var síðast kallaður í landsliðið í ársbyrjun 2017. „Að sjálfsögðu vonaðist maður eftir kallinu, það er markmið allra knattspyrnumanna að spila fyrir þjóðina sína. Maður hugsaði auðvitað út í það hvort ég ætti tækifæri, sérstaklega þar sem ég átti mjög gott tímabil, en því miður kom kallið ekki,“ segir Guðlaugur að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Guðlaugur Victor bikarmeistari í Sviss FC Zürich vann Young Boys í úrslitum svissnesku bikarkeppninnar í dag. 27. maí 2018 14:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson leiddi lið sitt til sigurs í bikarkeppninni í Sviss í gær á fyrsta ári sínu í herbúðum FC Zürich. Þeir lögðu nýkrýnda meistara Young Boys að velli 2-1 þrátt fyrir að leika manni færri stærstan hluta seinni hálfleiks. Leikurinn fór fram á heimavelli Young Boys en Zürich náði að halda út og fara með sigur af hólmi eftir að Young Boys minnkaði muninn á lokamínútunum.Strax gerður að fyrirliða Guðlaugur Victor var skiljanlega himinlifandi þegar Fréttablaðið náði í hann eftir leik en þetta er fyrsti titill hans á ferlinum. Umboðsmaður hans, Magnús Agnar Magnússon, benti á að hann væri fyrsti íslenski fyrirliðinn sem tæki við bikar í tíu ár. „Tilfinningin var meiriháttar, það var frábært að fá að upplifa að taka við fyrsta titlinum sem atvinnumaður. Þetta var afar erfiður leikur, við lékum lengi einum manni færri og þeir lágu á okkur eftir að þeir minnkuðu muninn en við stóðumst það. Tilfinningin þegar dómarinn flautaði af var eiginlega bara mögnuð,“ segir Guðlaugur og bætir við: „Þetta voru algjör óþarfa spjöld sem Sarr fékk en við héldum góðu skipulagi, gáfum þeim fá tækifæri og í raun er bara sætara að hafa náð að halda þetta út eftir að hafa verið einum færri svona lengi. Svo hjálpaði það ekki að leikurinn fór fram á þeirra heimavelli á gervigrasi en við sýndum að það skipti okkur engu máli.“ Guðlaugur kom til Sviss frá Esbjerg fyrir tímabilið en hann var gerður að fyrirliða eftir aðeins sex mánuði. Hefur hann því borið fyrirliðabandið í Danmörku, Svíþjóð og Sviss. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í liði sem er að berjast um titla og mér líður afar vel hér. Ég fékk fyrirliðabandið eftir aðeins sex mánuði sem var mikill heiður. Mig hefur dreymt um að vinna titla síðan ég var lítill strákur og það var frábært að ná að vinna sinn fyrsta titil og bæta honum við á ferilskrána. Með því kemur sæti í Evrópudeildinni sem er spennandi verkefni.“Líður vel í Sviss Guðlaugur Victor hefur komið sér vel fyrir í Sviss en orðrómur hefur heyrst um áhuga frá Þýskalandi. Hann segir að tilboðin þurfi að vera afar freistandi til að hann skoði þau.. „Ég hef heyrt einhverjar sögusagnir. Það er alltaf gaman að heyra af þeim en ég er mjög ánægður hér. Við erum að fara í Evrópukeppni sem verður afar spennandi, svo líður mér afar vel hérna. Zürich er frábær borg og Sviss fallegt land. Það þarf eitthvað mjög mikið til að ég íhugi að fara héðan.“ Hann var ekki valinn í 23 manna hóp Heimis Hallgrímssonar fyrir HM í Rússlandi en hann var síðast kallaður í landsliðið í ársbyrjun 2017. „Að sjálfsögðu vonaðist maður eftir kallinu, það er markmið allra knattspyrnumanna að spila fyrir þjóðina sína. Maður hugsaði auðvitað út í það hvort ég ætti tækifæri, sérstaklega þar sem ég átti mjög gott tímabil, en því miður kom kallið ekki,“ segir Guðlaugur að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Guðlaugur Victor bikarmeistari í Sviss FC Zürich vann Young Boys í úrslitum svissnesku bikarkeppninnar í dag. 27. maí 2018 14:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Sjá meira
Guðlaugur Victor bikarmeistari í Sviss FC Zürich vann Young Boys í úrslitum svissnesku bikarkeppninnar í dag. 27. maí 2018 14:00