Mikill heiður að vera gerður að fyrirliða strax á fyrsta árinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. maí 2018 08:00 Guðlaugur Victor fagnar titlinum í leikslok í gær. NordicPhotos/AFP Guðlaugur Victor Pálsson leiddi lið sitt til sigurs í bikarkeppninni í Sviss í gær á fyrsta ári sínu í herbúðum FC Zürich. Þeir lögðu nýkrýnda meistara Young Boys að velli 2-1 þrátt fyrir að leika manni færri stærstan hluta seinni hálfleiks. Leikurinn fór fram á heimavelli Young Boys en Zürich náði að halda út og fara með sigur af hólmi eftir að Young Boys minnkaði muninn á lokamínútunum.Strax gerður að fyrirliða Guðlaugur Victor var skiljanlega himinlifandi þegar Fréttablaðið náði í hann eftir leik en þetta er fyrsti titill hans á ferlinum. Umboðsmaður hans, Magnús Agnar Magnússon, benti á að hann væri fyrsti íslenski fyrirliðinn sem tæki við bikar í tíu ár. „Tilfinningin var meiriháttar, það var frábært að fá að upplifa að taka við fyrsta titlinum sem atvinnumaður. Þetta var afar erfiður leikur, við lékum lengi einum manni færri og þeir lágu á okkur eftir að þeir minnkuðu muninn en við stóðumst það. Tilfinningin þegar dómarinn flautaði af var eiginlega bara mögnuð,“ segir Guðlaugur og bætir við: „Þetta voru algjör óþarfa spjöld sem Sarr fékk en við héldum góðu skipulagi, gáfum þeim fá tækifæri og í raun er bara sætara að hafa náð að halda þetta út eftir að hafa verið einum færri svona lengi. Svo hjálpaði það ekki að leikurinn fór fram á þeirra heimavelli á gervigrasi en við sýndum að það skipti okkur engu máli.“ Guðlaugur kom til Sviss frá Esbjerg fyrir tímabilið en hann var gerður að fyrirliða eftir aðeins sex mánuði. Hefur hann því borið fyrirliðabandið í Danmörku, Svíþjóð og Sviss. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í liði sem er að berjast um titla og mér líður afar vel hér. Ég fékk fyrirliðabandið eftir aðeins sex mánuði sem var mikill heiður. Mig hefur dreymt um að vinna titla síðan ég var lítill strákur og það var frábært að ná að vinna sinn fyrsta titil og bæta honum við á ferilskrána. Með því kemur sæti í Evrópudeildinni sem er spennandi verkefni.“Líður vel í Sviss Guðlaugur Victor hefur komið sér vel fyrir í Sviss en orðrómur hefur heyrst um áhuga frá Þýskalandi. Hann segir að tilboðin þurfi að vera afar freistandi til að hann skoði þau.. „Ég hef heyrt einhverjar sögusagnir. Það er alltaf gaman að heyra af þeim en ég er mjög ánægður hér. Við erum að fara í Evrópukeppni sem verður afar spennandi, svo líður mér afar vel hérna. Zürich er frábær borg og Sviss fallegt land. Það þarf eitthvað mjög mikið til að ég íhugi að fara héðan.“ Hann var ekki valinn í 23 manna hóp Heimis Hallgrímssonar fyrir HM í Rússlandi en hann var síðast kallaður í landsliðið í ársbyrjun 2017. „Að sjálfsögðu vonaðist maður eftir kallinu, það er markmið allra knattspyrnumanna að spila fyrir þjóðina sína. Maður hugsaði auðvitað út í það hvort ég ætti tækifæri, sérstaklega þar sem ég átti mjög gott tímabil, en því miður kom kallið ekki,“ segir Guðlaugur að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Guðlaugur Victor bikarmeistari í Sviss FC Zürich vann Young Boys í úrslitum svissnesku bikarkeppninnar í dag. 27. maí 2018 14:00 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson leiddi lið sitt til sigurs í bikarkeppninni í Sviss í gær á fyrsta ári sínu í herbúðum FC Zürich. Þeir lögðu nýkrýnda meistara Young Boys að velli 2-1 þrátt fyrir að leika manni færri stærstan hluta seinni hálfleiks. Leikurinn fór fram á heimavelli Young Boys en Zürich náði að halda út og fara með sigur af hólmi eftir að Young Boys minnkaði muninn á lokamínútunum.Strax gerður að fyrirliða Guðlaugur Victor var skiljanlega himinlifandi þegar Fréttablaðið náði í hann eftir leik en þetta er fyrsti titill hans á ferlinum. Umboðsmaður hans, Magnús Agnar Magnússon, benti á að hann væri fyrsti íslenski fyrirliðinn sem tæki við bikar í tíu ár. „Tilfinningin var meiriháttar, það var frábært að fá að upplifa að taka við fyrsta titlinum sem atvinnumaður. Þetta var afar erfiður leikur, við lékum lengi einum manni færri og þeir lágu á okkur eftir að þeir minnkuðu muninn en við stóðumst það. Tilfinningin þegar dómarinn flautaði af var eiginlega bara mögnuð,“ segir Guðlaugur og bætir við: „Þetta voru algjör óþarfa spjöld sem Sarr fékk en við héldum góðu skipulagi, gáfum þeim fá tækifæri og í raun er bara sætara að hafa náð að halda þetta út eftir að hafa verið einum færri svona lengi. Svo hjálpaði það ekki að leikurinn fór fram á þeirra heimavelli á gervigrasi en við sýndum að það skipti okkur engu máli.“ Guðlaugur kom til Sviss frá Esbjerg fyrir tímabilið en hann var gerður að fyrirliða eftir aðeins sex mánuði. Hefur hann því borið fyrirliðabandið í Danmörku, Svíþjóð og Sviss. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í liði sem er að berjast um titla og mér líður afar vel hér. Ég fékk fyrirliðabandið eftir aðeins sex mánuði sem var mikill heiður. Mig hefur dreymt um að vinna titla síðan ég var lítill strákur og það var frábært að ná að vinna sinn fyrsta titil og bæta honum við á ferilskrána. Með því kemur sæti í Evrópudeildinni sem er spennandi verkefni.“Líður vel í Sviss Guðlaugur Victor hefur komið sér vel fyrir í Sviss en orðrómur hefur heyrst um áhuga frá Þýskalandi. Hann segir að tilboðin þurfi að vera afar freistandi til að hann skoði þau.. „Ég hef heyrt einhverjar sögusagnir. Það er alltaf gaman að heyra af þeim en ég er mjög ánægður hér. Við erum að fara í Evrópukeppni sem verður afar spennandi, svo líður mér afar vel hérna. Zürich er frábær borg og Sviss fallegt land. Það þarf eitthvað mjög mikið til að ég íhugi að fara héðan.“ Hann var ekki valinn í 23 manna hóp Heimis Hallgrímssonar fyrir HM í Rússlandi en hann var síðast kallaður í landsliðið í ársbyrjun 2017. „Að sjálfsögðu vonaðist maður eftir kallinu, það er markmið allra knattspyrnumanna að spila fyrir þjóðina sína. Maður hugsaði auðvitað út í það hvort ég ætti tækifæri, sérstaklega þar sem ég átti mjög gott tímabil, en því miður kom kallið ekki,“ segir Guðlaugur að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Guðlaugur Victor bikarmeistari í Sviss FC Zürich vann Young Boys í úrslitum svissnesku bikarkeppninnar í dag. 27. maí 2018 14:00 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Guðlaugur Victor bikarmeistari í Sviss FC Zürich vann Young Boys í úrslitum svissnesku bikarkeppninnar í dag. 27. maí 2018 14:00