Erlent

Forsætisráðherra tilnefndur til bráðabirgða á Ítalíu

Kjartan Kjartansson skrifar
Cottarelli segist ætla að boða til nýrra kosninga snemma á næsta ári. Það gæti gerst fyrr ef þingið hafnar aðgerðaáætlun hans í sumar.
Cottarelli segist ætla að boða til nýrra kosninga snemma á næsta ári. Það gæti gerst fyrr ef þingið hafnar aðgerðaáætlun hans í sumar. Vísir/EPA
Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, hefur beðið Carlo Cottarelli, fyrrverandi hagfræðing Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um að leiða starfsstjórn til bráðabirgða. Stjórnarmyndun hægripopúlistaflokkar fór út um þúfur í gær þegar forsetinn hafnaði tilnefningu þeirra til embættis fjármálaráðherra.

Cottarelli segist ætla að boða til kosninga snemma á næsta ári. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC er hann þekktur sem „Herra Skæri“ á Ítalíu vegna niðurskurðar á opinberum útgjöldum sem hann mælti fyrir um.

Ekki verið tekist að mynda ríkisstjórn á Ítalíu eftir þingkosningar í mars sem skiluðu ekki afgerandi niðurstöðu. Fimm stjörnu hreyfingin og Bandalagið reyndu að mynda ríkisstjórn en þeim tilraunum lauk þegar Mattarella hafnaði vali þeirra á fjármálaráðherra í gær.

Leiðtogar flokkanna brugðust ókvæða við ákvörðun forsetans sem er fordæmalaus í síðari tíma sögu Ítalíu. Krafðist Luigi Di Maio, leiðtogi Fimm stjörnu hreyfingarinnar, þess að Mattarella yrði ákærður af þinginu.

Cottarelli segist ætla að leggja fram áætlun fyrir þingið, þar á meðal nýtt fjárlagafrumvarp. Fáist sú áætlun ekki samþykkt segir hann að starfsstjórn hans segi af sér. Þá yrði kosið eftir ágúst.


Tengdar fréttir

Menntun Conte véfengd

Um leið og Fimm stjörnu hreyfingin og Bandalagið, popúlistaflokkarnir sem náð hafa samkomulagi um ríkisstjórnarmyndun á Ítalíu, tilkynntu að þeir vildu gera lítt þekkta lögfræðinginn Giuseppe Conte að forsætisráðherra voru stór spurningarmerki sett við menntun Conte.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×