Stjórnarmyndun popúlista á Ítalíu farin út um þúfur Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2018 22:41 Conte sagði af sér áður en hann gat tekið við sem forsætisráðherra. Vísir/EPA Guiseppe Conte, forsætisráðherraefni ítalskra popúlista, sagði af sér í dag eftir að forseti landsins hafnaði að staðfesta fjármálaráðherra í ríkisstjórn hans. Búist er við að boðað verði til nýrra kosninga í haust. Popúlistaflokkurinn Fimm stjörnu hreyfingin og öfgahægriflokkurinn Bandalagið, sem báðir hafa efasemdir um Evrópusambandið, hafa reynt að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningar sem fóru fram í mars. Tilnefning Conte á Paolo Savona, 81 árs gömlum fyrrverandi iðnaðarráðherra sem hefur lýst þátttöku Ítala í evrunni sem „sögulegum mistökum“, hafði verið umdeild. Engu að síður var ákvörðun Sergio Mattarella forseta um að hafna tilnefningunni fordæmalaus í samtímasögu Ítalíu, að sögn The Guardian. Forseti Ítalíu á alla jafna að vera hlutlaus. Mattarella vísaði hins vegar til þess að skipan Savona ógnaði ítölskum fjölskyldum og borgurum því hún skapaði óvissu um efnahag landsins. „Ég bað um að pólitískur leiðtogi með vald úr samstarfsflokkunum væri valinn í þetta ráðuneyti sem væri ekki álitinn fylgjandi stefnu sem gæti leitt til útgöngu Ítalíu úr evrunni,“ sagði Mattarella. Ákvörðun Mattarella er talin geta valdið stjórnarskrárkreppu á Ítalíu. Hann segist ætla að íhuga kröfu Fimm stjörnu hreyfingarinnar og Bandalagsins um skyndikosningar. Leiddar hafa verið að því líkur að forsetinn gæti beðið Carlo Cottarelli, fyrrverandi embættismann hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, um að leiða sérfræðingastjórn. Cottarelli kom til fundar við Mattarella í forsetahöllinni í dag. Tengdar fréttir Popúlistar á Ítalíu nálgast samkomulag Fimm stjörnu hreyfingin og Norðurbandalagið nálgast það að mynda ríkisstjórn á Ítalíu. 11. maí 2018 06:00 Menntun Conte véfengd Um leið og Fimm stjörnu hreyfingin og Bandalagið, popúlistaflokkarnir sem náð hafa samkomulagi um ríkisstjórnarmyndun á Ítalíu, tilkynntu að þeir vildu gera lítt þekkta lögfræðinginn Giuseppe Conte að forsætisráðherra voru stór spurningarmerki sett við menntun Conte. 23. maí 2018 06:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira
Guiseppe Conte, forsætisráðherraefni ítalskra popúlista, sagði af sér í dag eftir að forseti landsins hafnaði að staðfesta fjármálaráðherra í ríkisstjórn hans. Búist er við að boðað verði til nýrra kosninga í haust. Popúlistaflokkurinn Fimm stjörnu hreyfingin og öfgahægriflokkurinn Bandalagið, sem báðir hafa efasemdir um Evrópusambandið, hafa reynt að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningar sem fóru fram í mars. Tilnefning Conte á Paolo Savona, 81 árs gömlum fyrrverandi iðnaðarráðherra sem hefur lýst þátttöku Ítala í evrunni sem „sögulegum mistökum“, hafði verið umdeild. Engu að síður var ákvörðun Sergio Mattarella forseta um að hafna tilnefningunni fordæmalaus í samtímasögu Ítalíu, að sögn The Guardian. Forseti Ítalíu á alla jafna að vera hlutlaus. Mattarella vísaði hins vegar til þess að skipan Savona ógnaði ítölskum fjölskyldum og borgurum því hún skapaði óvissu um efnahag landsins. „Ég bað um að pólitískur leiðtogi með vald úr samstarfsflokkunum væri valinn í þetta ráðuneyti sem væri ekki álitinn fylgjandi stefnu sem gæti leitt til útgöngu Ítalíu úr evrunni,“ sagði Mattarella. Ákvörðun Mattarella er talin geta valdið stjórnarskrárkreppu á Ítalíu. Hann segist ætla að íhuga kröfu Fimm stjörnu hreyfingarinnar og Bandalagsins um skyndikosningar. Leiddar hafa verið að því líkur að forsetinn gæti beðið Carlo Cottarelli, fyrrverandi embættismann hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, um að leiða sérfræðingastjórn. Cottarelli kom til fundar við Mattarella í forsetahöllinni í dag.
Tengdar fréttir Popúlistar á Ítalíu nálgast samkomulag Fimm stjörnu hreyfingin og Norðurbandalagið nálgast það að mynda ríkisstjórn á Ítalíu. 11. maí 2018 06:00 Menntun Conte véfengd Um leið og Fimm stjörnu hreyfingin og Bandalagið, popúlistaflokkarnir sem náð hafa samkomulagi um ríkisstjórnarmyndun á Ítalíu, tilkynntu að þeir vildu gera lítt þekkta lögfræðinginn Giuseppe Conte að forsætisráðherra voru stór spurningarmerki sett við menntun Conte. 23. maí 2018 06:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira
Popúlistar á Ítalíu nálgast samkomulag Fimm stjörnu hreyfingin og Norðurbandalagið nálgast það að mynda ríkisstjórn á Ítalíu. 11. maí 2018 06:00
Menntun Conte véfengd Um leið og Fimm stjörnu hreyfingin og Bandalagið, popúlistaflokkarnir sem náð hafa samkomulagi um ríkisstjórnarmyndun á Ítalíu, tilkynntu að þeir vildu gera lítt þekkta lögfræðinginn Giuseppe Conte að forsætisráðherra voru stór spurningarmerki sett við menntun Conte. 23. maí 2018 06:00