Innlent

Yfirsást að telja rafrænu nöfnin

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tillagan umdeilda.
Tillagan umdeilda. Sigtún þróunarfélag
Við talningu á undirskriftum vegna íbúakosningar um nýtt skipulag í miðbæ Selfoss gleymdist að telja rafrænar undirskriftir. Hlutfall kjósenda sem ritaði undir hækkar úr 29,4 prósentum í 32,4 prósent.

Í yfirlýsingu aðstandenda undirskriftasöfnunarinnar segir að endurmat Þjóðskrár hafi leitt þetta í ljós.

Sjá einnig: Deila um undirskriftir vegna íbúakosningar

„Það gleymdist einfaldlega að gera ráð fyrir rafrænu undirskriftunum í fyrri talningunni,“ segir Aldís Sigfúsdóttir, einn ábyrgðarmanna söfnunarinnar.

Deilt er um það hvort gera skuli undirskriftalistana opinbera en ábyrgðarmenn telja það stríða gegn persónuverndarlögum. Sveitarfélagið vill að slíkt verði gert svo fólk geti staðfest að það hafi skrifað undir listann í raun.
Tengdar fréttir

Deila um undirskriftir vegna íbúakosningar

29,4 prósent kosningabærra íbúa Árborgar óskuðu eftir því að íbúakosning færi fram um nýtt deiliskipulag miðbæjar Selfoss. Undirskriftalistar sendir til baka til ábyrgðarmanna af Þjóðskrá. Ekkert átt við listana að sögn ábyrgðamanns.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.