Deila um undirskriftir vegna íbúakosningar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. maí 2018 07:00 Svona er áætlað að hinn umdeildi miðbær muni líta út eftir breytinguna. MYND/SIGTÚN ÞRÓUNARFÉLAG Íbúakosning um nýsamþykkt deiliskipulag miðbæjar Selfoss er í hnút vegna þess að áhöld eru um það hvort undirskriftasöfnun fyrir kosninguna hafi farið rétt fram. Í hinu nýja deiliskipulagi er gert ráð fyrir viðamiklum framkvæmdum í miðbænum þar sem endurbyggja á sögufræg hús, sem standa ekki lengur, víðs vegar af landinu. Andstæðingar þess telja að of þétt verði byggt á svæðinu og freistuðu þess að knýja fram íbúakosningu um málið. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er unnt að knýja fram slíka kosningu riti 20 prósent atkvæðabærra íbúa undir yfirlýsingu þess efnis. Sveitarfélagi er heimilt að hækka þann þröskuld en þó má hann aldrei vera hærri en þriðjungur kjósenda. Árborg hækkaði sinn þröskuld með 63. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins. Samkvæmt greininni þurfa 29 prósent að skrifa undir slíkan lista. Á fundi bæjarstjórnar 22. mars sl. var slík undirskriftasöfnun heimiluð. Mætti hún hefjast daginn eftir og vera lokið 20. apríl. Alls skrifuðu 29,4 prósent íbúa undir. Áhöld eru hins vegar uppi um hvort rétt hafi verið staðið að söfnuninni. Heimildir Fréttablaðsins herma að einhverjir íbúar telji að nafn sitt sé á listanum gegn þeirra vilja. Þá herma aðrir að þeir hafi talið sig vera að skrifa undir meðmælalista fyrir framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Slíkar undirskriftir gætu hafa riðið baggamuninn við það að ná yfir 29 prósenta þröskuldinn.Ásta Stefánsdóttir„Það eina sem okkur hefur borist er afrit af bréfi frá Þjóðskrá um að farið hafi verið yfir undirskriftirnar. Þau gögn eru ekki næg heldur þurfa undirskriftalistarnir sjálfir að berast og sveitarstjórn að fara yfir þá samkvæmt ákvæðum reglugerðar um efnið,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Árborg. Kassi með undirskriftum var afhentur lögreglu þann 20. apríl, hann innsiglaður og sendur Þjóðskrá. Sá var hins vegar sendur til baka og afhentur ábyrgðarmönnum á nýjan leik. Þeir skiluðu kassanum á ný þann 26. apríl. Kassinn var því óinnsiglaður um nokkurra daga skeið. „Við fengum kassann aftur þar sem það vantaði upp á að rafrænt afrit af listanum fylgdi með kassanum. Við töldum okkur hafa uppfyllt okkar skyldu strax í upphafi en það var einhver misskilningur með það,“ segir Davíð Kristjánsson, einn þriggja ábyrgðarmanna söfnunarinnar. Davíð segir að það sé alveg klárt mál að engar undirskriftir hafi bæst í kassann meðan rafrænn listi var útbúinn. Aðeins ábyrgðarmenn hafi haft aðgang að honum. Hann hafi heyrt af einhverri umræðu á netinu um að átt hefði verið við listann. „Sveitarstjórnin vill birta listann í heild sinni og það stendur í okkur. Við teljum réttara að Þjóðskrá setji upp einhverja gátt þar sem fólk getur staðfest undirskrift sína. Það þætti okkur eðlilegast til að koma í veg fyrir að þetta verði gert tortryggilegt,“ segir Davíð. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Harðar deilur um fagurfræðilegt gildi miðbæjarins á Selfossi Rökræða fer nú fram um það í Árborg hvort byggðasérkenni móti miðbæinn á Selfossi eða ekki. 23. febrúar 2018 06:00 Uppbygging nýs miðbæjar á Selfossi að hefjast Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist vera svo hrifinn af hugmyndinni að hann íhugar að flytja á Selfoss þegar nýi miðbærinn verður tilbúin eftir tvö ár. 20. mars 2015 21:44 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Íbúakosning um nýsamþykkt deiliskipulag miðbæjar Selfoss er í hnút vegna þess að áhöld eru um það hvort undirskriftasöfnun fyrir kosninguna hafi farið rétt fram. Í hinu nýja deiliskipulagi er gert ráð fyrir viðamiklum framkvæmdum í miðbænum þar sem endurbyggja á sögufræg hús, sem standa ekki lengur, víðs vegar af landinu. Andstæðingar þess telja að of þétt verði byggt á svæðinu og freistuðu þess að knýja fram íbúakosningu um málið. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er unnt að knýja fram slíka kosningu riti 20 prósent atkvæðabærra íbúa undir yfirlýsingu þess efnis. Sveitarfélagi er heimilt að hækka þann þröskuld en þó má hann aldrei vera hærri en þriðjungur kjósenda. Árborg hækkaði sinn þröskuld með 63. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins. Samkvæmt greininni þurfa 29 prósent að skrifa undir slíkan lista. Á fundi bæjarstjórnar 22. mars sl. var slík undirskriftasöfnun heimiluð. Mætti hún hefjast daginn eftir og vera lokið 20. apríl. Alls skrifuðu 29,4 prósent íbúa undir. Áhöld eru hins vegar uppi um hvort rétt hafi verið staðið að söfnuninni. Heimildir Fréttablaðsins herma að einhverjir íbúar telji að nafn sitt sé á listanum gegn þeirra vilja. Þá herma aðrir að þeir hafi talið sig vera að skrifa undir meðmælalista fyrir framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Slíkar undirskriftir gætu hafa riðið baggamuninn við það að ná yfir 29 prósenta þröskuldinn.Ásta Stefánsdóttir„Það eina sem okkur hefur borist er afrit af bréfi frá Þjóðskrá um að farið hafi verið yfir undirskriftirnar. Þau gögn eru ekki næg heldur þurfa undirskriftalistarnir sjálfir að berast og sveitarstjórn að fara yfir þá samkvæmt ákvæðum reglugerðar um efnið,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Árborg. Kassi með undirskriftum var afhentur lögreglu þann 20. apríl, hann innsiglaður og sendur Þjóðskrá. Sá var hins vegar sendur til baka og afhentur ábyrgðarmönnum á nýjan leik. Þeir skiluðu kassanum á ný þann 26. apríl. Kassinn var því óinnsiglaður um nokkurra daga skeið. „Við fengum kassann aftur þar sem það vantaði upp á að rafrænt afrit af listanum fylgdi með kassanum. Við töldum okkur hafa uppfyllt okkar skyldu strax í upphafi en það var einhver misskilningur með það,“ segir Davíð Kristjánsson, einn þriggja ábyrgðarmanna söfnunarinnar. Davíð segir að það sé alveg klárt mál að engar undirskriftir hafi bæst í kassann meðan rafrænn listi var útbúinn. Aðeins ábyrgðarmenn hafi haft aðgang að honum. Hann hafi heyrt af einhverri umræðu á netinu um að átt hefði verið við listann. „Sveitarstjórnin vill birta listann í heild sinni og það stendur í okkur. Við teljum réttara að Þjóðskrá setji upp einhverja gátt þar sem fólk getur staðfest undirskrift sína. Það þætti okkur eðlilegast til að koma í veg fyrir að þetta verði gert tortryggilegt,“ segir Davíð.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Harðar deilur um fagurfræðilegt gildi miðbæjarins á Selfossi Rökræða fer nú fram um það í Árborg hvort byggðasérkenni móti miðbæinn á Selfossi eða ekki. 23. febrúar 2018 06:00 Uppbygging nýs miðbæjar á Selfossi að hefjast Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist vera svo hrifinn af hugmyndinni að hann íhugar að flytja á Selfoss þegar nýi miðbærinn verður tilbúin eftir tvö ár. 20. mars 2015 21:44 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Harðar deilur um fagurfræðilegt gildi miðbæjarins á Selfossi Rökræða fer nú fram um það í Árborg hvort byggðasérkenni móti miðbæinn á Selfossi eða ekki. 23. febrúar 2018 06:00
Uppbygging nýs miðbæjar á Selfossi að hefjast Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist vera svo hrifinn af hugmyndinni að hann íhugar að flytja á Selfoss þegar nýi miðbærinn verður tilbúin eftir tvö ár. 20. mars 2015 21:44