Swansea féll úr úrvalsdeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Svanirnir verða ekki í deild hinna bestu að ári
Svanirnir verða ekki í deild hinna bestu að ári vísir/getty
Swansea er fallið úr ensku úrvalsdeildinni eftir tap gegn Stoke í lokaumferð deildarinnar í dag. Liðið þurfti á kraftaverki að halda til þess að halda sæti sínu í deild hinna bestu en það gekk ekki eftir.

Swansea þurfti að vinna Stoke á og Southampton að tapa fyrir Manchester City til þess að liðin yrðu jöfn að stigum í 17. sætinu. Southampton var hins vegar með 10 mörk á Swansea í markatölu og því þurfti City að bursta Southampton og Swansea vinna með nokkrum mun.

Walesverjarnir töpuðu hins vegar á heimavelli fyrir Stoke, liði sem var nú þegar fallið úr deildinni, og því skipti ekki máli hvað gerðist í Southampton.

Dagurinn byrjaði vel fyrir Swansea því Andy King kom heimamönnum yfir eftir aðeins korters leik. Gestirnir svöruðu hins vegar fljótt og jöfnuðu gegn gangi leiksins. Xherdan Shaqiri átti frábæra sendingu inn á Badou Ndiaye sem skoraði framhjá Lukasz Fabianski í markinu.

Peter Crouch var svo búinn að koma Stoke yfir áður en flautað var til leikhlés með skallamarki eftir aukaspyrnu. Mark Crouch var það þúsundasta í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Hvorugu liðinu tókst að skora í seinni hálfleik en Stoke komst næst því þegar Anthony Taylor dæmdi vítaspyrnu snemma eftir leikhléð. Shaqiri lét hins vegar Fabianski verja frá sér spyrnuna og lokatölur urðu 2-1 fyrir Stoke og kveðja bæði liðin því ensku úrvalsdeildina í dag.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira