Carrick kvaddi United með sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Michael Carrick spilar sinn síðasta leik fyrir Man. Utd í dag.
Michael Carrick spilar sinn síðasta leik fyrir Man. Utd í dag. vísir/getty
Manchester United var búið að tryggja sér annað sætið í ensku úrvalsdeildinni fyrir lokaumferðina sem fram fór í dag. Marcus Rashford sá til þess að Michael Carrick kvaddi United með sigri.

Carrick hafði gefið út að hann hyggðist ekki halda áfram spilamennsku á næsta tímabili heldur færa sig í þjálfarateymi félagsins og fékk heiðursvörð þegar liðin gengu á Old Trafford í dag þar sem United mætti Watford. Hann átti sendinguna inn á Juan Mata sem lagði upp markið fyrir Rashford á 34. mínútu leiksins.

Markið var aðeins annað af tveimur markverðum atvikum í daufum fyrri hálfleik, hitt var frábær varsla Sergio Romero í marki United frá Richarlison á síðustu mínútum hálfleiksins.

Seinni hálfleikur var engu betri og niðurstaðan 1-0 sigur United sem endar eins og áður segir í öðru sæti í deildinni. Watford lauk keppni í 14. sæti. Tímabilið er þó ekki búið hjá United, liðið á eftir úrslitaleikinn í ensku bikarkeppninni um næstu helgi þar sem liðið mætir Chelsea.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira