Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2018 21:15 Frá Norðurfirði í Árneshreppi. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti varðað við lög, sem tilraun til kosningasvindls, og endað sem lögreglumál. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta er bara yfirtaka á hreppnum, sagði íbúi sem ekki vill láta nafns síns getið, og fullyrti að þetta væri skipulögð aðgerð af hálfu andstæðinga Hvalárvirkjunar. Annar íbúi fullyrti það sama en sá þriðji taldi þetta vera fólk úr báðum fylkingum. Þjóðskrá Íslands hefur nú ákveðið að skoða lögheimilisflutninga 17 einstaklinga í kringum síðustu mánaðamót, sem er 38 prósenta fjölgun íbúa í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins. Í minnisblaði, sem lögmannsstofan Sókn ritar fyrir hönd Árneshrepps, segir að aðrir eins lögheimilisflutningar séu líklega einsdæmi, hlutfallslega. Þeir beri það með sér að vera málamyndaskráningar vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. Skrifstofa Árneshrepps er í Norðurfirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Heimildarmenn fréttastofu segja meirihluta þessara einstaklinga hafa skráð nýtt lögheimili á jörð sem fór í eyði fyrir hálfri öld og aldrei hefur komist í vegasamband. Reynist þetta vera málamyndaskráningar, til þess eins að komast á kjörskrá, gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi einstaklinga og bendir lögmannstofan á að kosningaspjöll geti varðað allt að tveggja ára fangelsi eða sektum. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytis er það verkefni lögreglu að rannsaka slík mál. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hvalárvirkjun: Telur friðun ekki vera úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið. 31. janúar 2018 13:30 Telja ekki vera neikvæð áhrif af Hvalárvirkjun Hvalárvirkjun myndi ekki á nokkurn hátt hafa neikvæð áhrif á eigendur jarða eða fasteigna í Ísafjarðarbæ. Þetta er mat skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. 2. október 2017 06:00 Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti varðað við lög, sem tilraun til kosningasvindls, og endað sem lögreglumál. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta er bara yfirtaka á hreppnum, sagði íbúi sem ekki vill láta nafns síns getið, og fullyrti að þetta væri skipulögð aðgerð af hálfu andstæðinga Hvalárvirkjunar. Annar íbúi fullyrti það sama en sá þriðji taldi þetta vera fólk úr báðum fylkingum. Þjóðskrá Íslands hefur nú ákveðið að skoða lögheimilisflutninga 17 einstaklinga í kringum síðustu mánaðamót, sem er 38 prósenta fjölgun íbúa í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins. Í minnisblaði, sem lögmannsstofan Sókn ritar fyrir hönd Árneshrepps, segir að aðrir eins lögheimilisflutningar séu líklega einsdæmi, hlutfallslega. Þeir beri það með sér að vera málamyndaskráningar vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. Skrifstofa Árneshrepps er í Norðurfirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Heimildarmenn fréttastofu segja meirihluta þessara einstaklinga hafa skráð nýtt lögheimili á jörð sem fór í eyði fyrir hálfri öld og aldrei hefur komist í vegasamband. Reynist þetta vera málamyndaskráningar, til þess eins að komast á kjörskrá, gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi einstaklinga og bendir lögmannstofan á að kosningaspjöll geti varðað allt að tveggja ára fangelsi eða sektum. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytis er það verkefni lögreglu að rannsaka slík mál. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hvalárvirkjun: Telur friðun ekki vera úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið. 31. janúar 2018 13:30 Telja ekki vera neikvæð áhrif af Hvalárvirkjun Hvalárvirkjun myndi ekki á nokkurn hátt hafa neikvæð áhrif á eigendur jarða eða fasteigna í Ísafjarðarbæ. Þetta er mat skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. 2. október 2017 06:00 Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Hvalárvirkjun: Telur friðun ekki vera úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið. 31. janúar 2018 13:30
Telja ekki vera neikvæð áhrif af Hvalárvirkjun Hvalárvirkjun myndi ekki á nokkurn hátt hafa neikvæð áhrif á eigendur jarða eða fasteigna í Ísafjarðarbæ. Þetta er mat skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. 2. október 2017 06:00
Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00