Hvalárvirkjun: Telur friðun ekki vera úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar Gissur Sigurðsson skrifar 31. janúar 2018 13:30 Sigurður Gísli Pálmason berst fyrir friðun svæðisins. Vísir/gva Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið, en hann baust til að greiða fyrir matið. Hins vegar samþykkti fundurinn með þremur atkvæðum gegn tveimur, að breyta skipulagi sveitarfélagsins vegna fyrirhugðrar Hvalárvirkjunar, þannig að málið þokast í átt að framkvæmdastigi. Það er fyrirtækið Vesturverk, sem er í meirihlutaeigu HS Orku, sem hyggst reisa 55 megavatta rafstöð á svæðinu og reisa þar fjórar stíflur, frá 13 og upp í 33 metra að hæð, og bora aðrennslisgöng að stöðvarhúsi, en við það legðust nokkrir fossar af í árfarveginum. Skipulagsstofnun þarf í framhaldi af samþykkt fundarins að staðfesta aðalskipulagið og fara yfir deiliskipulagið. Samþykki hún það, er komið að hreppsnefnd í þessum fámennasta hreppi á landinu, að gefa út framkvæmdaleyfi.Telur friðun ekki úr sögunni Áðurnefndur Sigurður Gísli Pálmason er baráttumaður fyrir friðun svæðisins. En telur hann að friðun sé úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar í gær? „Nei, það held ég alls ekki. Ég held að þetta sé fyrsta skrefið af mörgum sem þarf að stíga. Sveitarstjórnin hefur full tök á málinu áfram. Ég trúi því og veit að fólkið í Árneshreppi elskar og virðir landið sitt. Ég þekki það af eigin reynslu. Og ég trúi því að það hafi áhuga á að komast að niðurstöðu sem er best fyrir framtíðina. Þannig að þetta er bara eitt spor á þessari vegferð.“En ef fólkið elskar landið sitt, af hverju féllu atkvæði þá svona?„Þetta er mikill kaleikur fyrir þetta fólk að sitja uppi með, framkvæmd upp á yfir 20 þúsund milljónir. Þetta er sveitarfélag upp á rúmlega 40 manns, kannski 22, 23 í vetursetu. Það er í raun bara mjög ankannalegt að þau skuli yfirleitt þurfa að standa frammi fyrir svona stóru máli eins og þessu,“ segir Sigurður Gísli Pálmason. Fyrirtækið hefur boðið sveitarfélaginu að ráðast í ýmsar framkvæmdir, óháðar virkjuninni, svo sem endurbætur á skólahúsi, hitaveitu á tiltekinu svæði, hafnarbætur í Norðurfirði og fleira. Í umsögn Landverndar um málið er þetta kallað „ámátlegar tilraunir vinnslufyrirtækisins til að bera fé á hreppinn“, verði af virkjuninni. Umhverfismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið, en hann baust til að greiða fyrir matið. Hins vegar samþykkti fundurinn með þremur atkvæðum gegn tveimur, að breyta skipulagi sveitarfélagsins vegna fyrirhugðrar Hvalárvirkjunar, þannig að málið þokast í átt að framkvæmdastigi. Það er fyrirtækið Vesturverk, sem er í meirihlutaeigu HS Orku, sem hyggst reisa 55 megavatta rafstöð á svæðinu og reisa þar fjórar stíflur, frá 13 og upp í 33 metra að hæð, og bora aðrennslisgöng að stöðvarhúsi, en við það legðust nokkrir fossar af í árfarveginum. Skipulagsstofnun þarf í framhaldi af samþykkt fundarins að staðfesta aðalskipulagið og fara yfir deiliskipulagið. Samþykki hún það, er komið að hreppsnefnd í þessum fámennasta hreppi á landinu, að gefa út framkvæmdaleyfi.Telur friðun ekki úr sögunni Áðurnefndur Sigurður Gísli Pálmason er baráttumaður fyrir friðun svæðisins. En telur hann að friðun sé úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar í gær? „Nei, það held ég alls ekki. Ég held að þetta sé fyrsta skrefið af mörgum sem þarf að stíga. Sveitarstjórnin hefur full tök á málinu áfram. Ég trúi því og veit að fólkið í Árneshreppi elskar og virðir landið sitt. Ég þekki það af eigin reynslu. Og ég trúi því að það hafi áhuga á að komast að niðurstöðu sem er best fyrir framtíðina. Þannig að þetta er bara eitt spor á þessari vegferð.“En ef fólkið elskar landið sitt, af hverju féllu atkvæði þá svona?„Þetta er mikill kaleikur fyrir þetta fólk að sitja uppi með, framkvæmd upp á yfir 20 þúsund milljónir. Þetta er sveitarfélag upp á rúmlega 40 manns, kannski 22, 23 í vetursetu. Það er í raun bara mjög ankannalegt að þau skuli yfirleitt þurfa að standa frammi fyrir svona stóru máli eins og þessu,“ segir Sigurður Gísli Pálmason. Fyrirtækið hefur boðið sveitarfélaginu að ráðast í ýmsar framkvæmdir, óháðar virkjuninni, svo sem endurbætur á skólahúsi, hitaveitu á tiltekinu svæði, hafnarbætur í Norðurfirði og fleira. Í umsögn Landverndar um málið er þetta kallað „ámátlegar tilraunir vinnslufyrirtækisins til að bera fé á hreppinn“, verði af virkjuninni.
Umhverfismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira