„Þetta er að hjálpa okkur að hjálpa öðrum“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 12. maí 2018 12:45 Perlað af Krafti við Laugardalsvöll. Jónatan Jónatansson Til stendur að perla að minnsta kosti fjögur þúsund armbönd í íslensku fánalitunum í stúkunni við Laugardalsvöll í dag. Átakið fer fram til styrktar ungu fólki með krabbamein, og ætla landsliðsþjálfararnir í knattspyrnu meðal annars að etja kappi í armbandagerð. Undanfarið hefur Kraftur, styrktarfélag ungs fólks með krabbamein, staðið fyrir ýmiss konar viðburðum og uppákomum í fjáröflunarskyni fyrir unga krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Litrík armbönd með orðunum Lífið er núna hafa verið eins konar einkennismerki átaksins. Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts, segir það viðeigandi skilaboð. „Lífið er núna er að sjálfsögðu eitthvað sem á við alla. Okkur langaði að breiða þennan boðskap út, að lifa svolítið í núinu og njóta þess að vera til,“ segir Ástrós.Perluðu 3.972 armbönd í febrúar Viðburðurinn í dag stendur yfir milli klukkan tólf og fjögur og taka fjölmargir skemmtikraftar og íþróttafólk þátt í átakinu. Allir eru velkomnir á staðinn að perla að sögn Ástrósar, en fjölmenni var á svipuðum viðburði í febrúar þar sem forseti Íslands perlaði meðal annars armbönd. „Á þeim degi í Hörpu voru perluð 3.972 armbönd. Það er Tólfunni mikið kappsmál að slá þetta Íslandsmet, þannig að við ætlum að reyna við það í dag.“ Ástrós bendir á að það sé mikið áfall fyrir ungt fólk að greinast með krabbamein, bæði andlega og fjárhagslega. Markmið Krafts er að veita þessum hóp og aðstandendum fjölbreyttan stuðning. „Bæði í að veita sáluhjálp, stuðning, ráðgjöf, fjárhagslegan stuðning. Við erum með ný verkefni og hugmyndir sem geta loks orðið að veruleika út af þessari sölu,“ segir Ástrós. Þannig nefnir hún meðal annars svokallaðar endurhæfingarhelgar og ýmiss konar skemmtilega viðburði, þar sem félagsmenn geti mætt, notið lífsins og hugsað um annað en veikindin. „Þetta er að hjálpa okkur að hjálpa öðrum,“ segir Ástrós að lokum. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Til stendur að perla að minnsta kosti fjögur þúsund armbönd í íslensku fánalitunum í stúkunni við Laugardalsvöll í dag. Átakið fer fram til styrktar ungu fólki með krabbamein, og ætla landsliðsþjálfararnir í knattspyrnu meðal annars að etja kappi í armbandagerð. Undanfarið hefur Kraftur, styrktarfélag ungs fólks með krabbamein, staðið fyrir ýmiss konar viðburðum og uppákomum í fjáröflunarskyni fyrir unga krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Litrík armbönd með orðunum Lífið er núna hafa verið eins konar einkennismerki átaksins. Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts, segir það viðeigandi skilaboð. „Lífið er núna er að sjálfsögðu eitthvað sem á við alla. Okkur langaði að breiða þennan boðskap út, að lifa svolítið í núinu og njóta þess að vera til,“ segir Ástrós.Perluðu 3.972 armbönd í febrúar Viðburðurinn í dag stendur yfir milli klukkan tólf og fjögur og taka fjölmargir skemmtikraftar og íþróttafólk þátt í átakinu. Allir eru velkomnir á staðinn að perla að sögn Ástrósar, en fjölmenni var á svipuðum viðburði í febrúar þar sem forseti Íslands perlaði meðal annars armbönd. „Á þeim degi í Hörpu voru perluð 3.972 armbönd. Það er Tólfunni mikið kappsmál að slá þetta Íslandsmet, þannig að við ætlum að reyna við það í dag.“ Ástrós bendir á að það sé mikið áfall fyrir ungt fólk að greinast með krabbamein, bæði andlega og fjárhagslega. Markmið Krafts er að veita þessum hóp og aðstandendum fjölbreyttan stuðning. „Bæði í að veita sáluhjálp, stuðning, ráðgjöf, fjárhagslegan stuðning. Við erum með ný verkefni og hugmyndir sem geta loks orðið að veruleika út af þessari sölu,“ segir Ástrós. Þannig nefnir hún meðal annars svokallaðar endurhæfingarhelgar og ýmiss konar skemmtilega viðburði, þar sem félagsmenn geti mætt, notið lífsins og hugsað um annað en veikindin. „Þetta er að hjálpa okkur að hjálpa öðrum,“ segir Ástrós að lokum.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira