Lafhræddir við Kolbein í Nígeríu en vita ekki að hann fer ekki á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. maí 2018 13:00 Kolbeinn spilaði síðast landsleik á móti Frakklandi á EM 2016. vísir/getty Eins og allir, eða flestir, vita var Kolbeinn Sigþórsson ekki valinn í HM-hóp Íslands sem fer til Rússlands í sumar en Heimir Hallgrímsson tilkynnti hópinn síðastliðinn föstudag. Þetta virðist eitthvað hafa farið framhjá nígeríska vefmiðlinum Complete Sport Nigeria sem er með heilamikla grein um Kolbein og hversu svakalega öflugur hann er.Sjá einnig:Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út „Kolbeinn Sigþórsson hefur verið frá síðustu tvær leiktíðir meira og minna en hann er að velja hárréttan tíma tiil að komast yfir meiðslin. Þrátt fyrir að framherjinn hafi misst af síðustu tveimur vináttulandsleikjum væri ósanngjarnt að velja hann ekki í HM-hóp Íslands,“ segir í greininni. Ósanngjarnt eða ekki þá var Kolbeinn ekki valinn í hópinn sem var tilkynntur 11. maí en greinin var skrifuð í gær, 13. maí, tveimur dögum eftir að hópurinn var gefinn út. Þær fréttir hafa greinilega ekki borist til Nígeríu. Bent er á að Kolbeinn hafi skorað 22 mörk í 44 landsleikjum og sé næst markahæstur í íslenska landsliðinu frá upphafi á eftir Eiði Smára Guðjohnsen. Sagt er frá hver er hans besta staða og listaðir upp styrkleikar og veikleikar. Greinarhöfundur vill svo fá umræðu frá virkum í athugasemdum um hvaða varnarmaður nígeríska landsliðsins sé best til þess fallinn að gæta Kolbeins í leik liðanna í Volgograd 22. júní. Vonandi undirbúa Nígeríumenn sig bara vel fyrir átökin við Kolbein og einblína minna á þá framherja sem verða í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Eins og allir, eða flestir, vita var Kolbeinn Sigþórsson ekki valinn í HM-hóp Íslands sem fer til Rússlands í sumar en Heimir Hallgrímsson tilkynnti hópinn síðastliðinn föstudag. Þetta virðist eitthvað hafa farið framhjá nígeríska vefmiðlinum Complete Sport Nigeria sem er með heilamikla grein um Kolbein og hversu svakalega öflugur hann er.Sjá einnig:Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út „Kolbeinn Sigþórsson hefur verið frá síðustu tvær leiktíðir meira og minna en hann er að velja hárréttan tíma tiil að komast yfir meiðslin. Þrátt fyrir að framherjinn hafi misst af síðustu tveimur vináttulandsleikjum væri ósanngjarnt að velja hann ekki í HM-hóp Íslands,“ segir í greininni. Ósanngjarnt eða ekki þá var Kolbeinn ekki valinn í hópinn sem var tilkynntur 11. maí en greinin var skrifuð í gær, 13. maí, tveimur dögum eftir að hópurinn var gefinn út. Þær fréttir hafa greinilega ekki borist til Nígeríu. Bent er á að Kolbeinn hafi skorað 22 mörk í 44 landsleikjum og sé næst markahæstur í íslenska landsliðinu frá upphafi á eftir Eiði Smára Guðjohnsen. Sagt er frá hver er hans besta staða og listaðir upp styrkleikar og veikleikar. Greinarhöfundur vill svo fá umræðu frá virkum í athugasemdum um hvaða varnarmaður nígeríska landsliðsins sé best til þess fallinn að gæta Kolbeins í leik liðanna í Volgograd 22. júní. Vonandi undirbúa Nígeríumenn sig bara vel fyrir átökin við Kolbein og einblína minna á þá framherja sem verða í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira