Mannlegur harmleikur í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. maí 2018 18:45 Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Maðurinn gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt í gærkvöldi og sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar þegar hann ók ofurölvi um vegi í uppsveitum Árnessýslu, sem endaði með bílveltu. Lögreglumenn hjá Lögreglunni á Suðurlandi fengu útkall um klukkan hálf sjö í gærkvöldi vegna ölvaðs manns í Biskipstungum í Bláskógabyggð, sem gekk berserksgang við heimilið sitt á tveggja tonna gröfu. Á leið sinni á vettvang mættu lögreglumenn manninum á bíl og voru honum gefin stöðvunarmerki en þeim sinnti hann ekki, heldur ók á undan lögreglu áleiðis eftir Skálholtsvegi.Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Árnes í Skeiða og Gnúpverjahreppi í gærkvöldi til að sækja hinn slasaða og flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Á Skálholtsvegi er reynt að komast fram fyrir hann til að þvinga hann til að stöðva en þá þvingar hann lögreglubílinn út af veginum og heldur för sinni áfram. Lögreglumenn fara þá áfram á eftir honum, það er aldrei einhver gríðarlegur hraði í þessu, en bílinn hjá viðkomandi er um allan veg,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi og bætir við. „Hann fer upp Þjórsárdalsveg og þá í ljósi aksturslags mannsins er tekin ákvörðun um að þvinga hann út af vegi til að stöðva hann. Það er gert og við það veltur bílinn hjá honum. Hann slasast eitthvað og er fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Oddur segir að maðurinn hafi verið á gjörgæslu í nótt en hafi verið útskrifaður á almenna deild í dag. Mikil hætta skapaðist í gærkvöldi. „Já, þegar það er farið að þvinga menn út af þá er alltaf ákveðin hætta,“ segir Oddur. Maðurinn sem um ræðir skipar annað sæti á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Jón Snæbjörnsson, oddviti listans hefur þetta um málið að segja. „Allt sem ég get sagt er að þetta er bara mannlegur harmleikur, þetta verður bara að ráðast.“En hvað heldur Jón að gerist á fundinum í kvöld? „Ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég get sagt, þetta er eitthvað sem við skoðum í sameiningu.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45 Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Fleiri fréttir Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Sjá meira
Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Maðurinn gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt í gærkvöldi og sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar þegar hann ók ofurölvi um vegi í uppsveitum Árnessýslu, sem endaði með bílveltu. Lögreglumenn hjá Lögreglunni á Suðurlandi fengu útkall um klukkan hálf sjö í gærkvöldi vegna ölvaðs manns í Biskipstungum í Bláskógabyggð, sem gekk berserksgang við heimilið sitt á tveggja tonna gröfu. Á leið sinni á vettvang mættu lögreglumenn manninum á bíl og voru honum gefin stöðvunarmerki en þeim sinnti hann ekki, heldur ók á undan lögreglu áleiðis eftir Skálholtsvegi.Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Árnes í Skeiða og Gnúpverjahreppi í gærkvöldi til að sækja hinn slasaða og flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Á Skálholtsvegi er reynt að komast fram fyrir hann til að þvinga hann til að stöðva en þá þvingar hann lögreglubílinn út af veginum og heldur för sinni áfram. Lögreglumenn fara þá áfram á eftir honum, það er aldrei einhver gríðarlegur hraði í þessu, en bílinn hjá viðkomandi er um allan veg,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi og bætir við. „Hann fer upp Þjórsárdalsveg og þá í ljósi aksturslags mannsins er tekin ákvörðun um að þvinga hann út af vegi til að stöðva hann. Það er gert og við það veltur bílinn hjá honum. Hann slasast eitthvað og er fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Oddur segir að maðurinn hafi verið á gjörgæslu í nótt en hafi verið útskrifaður á almenna deild í dag. Mikil hætta skapaðist í gærkvöldi. „Já, þegar það er farið að þvinga menn út af þá er alltaf ákveðin hætta,“ segir Oddur. Maðurinn sem um ræðir skipar annað sæti á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Jón Snæbjörnsson, oddviti listans hefur þetta um málið að segja. „Allt sem ég get sagt er að þetta er bara mannlegur harmleikur, þetta verður bara að ráðast.“En hvað heldur Jón að gerist á fundinum í kvöld? „Ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég get sagt, þetta er eitthvað sem við skoðum í sameiningu.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45 Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Fleiri fréttir Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Sjá meira
Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45
Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57