Fótbolti

Hjörtur ónotaður varamaður og allt jafnt á toppnum í Danmörku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur þurfti að sitja á bekknum í kvöld.
Hjörtur þurfti að sitja á bekknum í kvöld. vísir/getty
Bröndby og Midtjylland eru með jafn mörg stig fyrir síðsutu tvær umferðirnar í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en lokaumferðirnar verða spilaðar á næstu sjö dögum.

Bröndby gat nánast tryggt sér titilinn med sigri í leik liðanna í kvöld en Bubacarr Sanneh skoraði sigurmarkið eftir hornspyrnu á 83. mínútu. 1-0 sigur Midtjylland.

Jafntefli hefði einnig verið afar góð úrslit fyrir Bröndby sem er með mun betri markatölu en nú eru liðin jöfn á toppnum með 79 stig. Úrslitin ráðast því í síðustu tveimur umferðunum.

Bröndby spilar við Kjartan Henry Finnbogason og félaga í Horsens á miðvikudag og svo gegn AaB á heimavelli næsta mánudag. Midtjylland spilar við FCK í miðri viku en fær svo Horsens í heimsókn næsta mánudag.

Hjörtur Hermannsson var ónotaður varamaður hjá Bröndby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×