Innlent

Vef RÚV lokað vegna tölvuárásar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sjónvarpshúsið í Efstaleiti.
Sjónvarpshúsið í Efstaleiti. Vísir/ernir

Vefur Ríkisútvarpsins, ruv.is, lá niðri í rúma klukkustund í kvöld vegna tölvuárásar sem gerð var á áttunda tímanum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ríkisútvarpið birti á Facebook-síðu sinni í kvöld.

Árásin, sem er svokölluð DDoS-árás, var gerð um klukkan 19:40 og í kjölfarið var ákveðið að loka fyrir vefinn.

„Sem varúðarráðstöfun var lokað fyrir alla umferð á vefinn sem veldur því að hann er ekki aðgengilegur. Unnið er hörðum höndum að því að stöðva árásina og koma ruv.is í loftið,“ segir enn fremur í tilkynningu en ekki er enn ljóst hversu langan tíma það mun taka.

Þetta er í annað sinn á einum mánuði sem Ríkisútvarpið verður fyrir barðinu á tölvuþrjótum. Í apríl var greint frá því að vefur Ríkisútvarpsins hafi legið niðri rúmar þrjár klukkustundur vegna árása tölvuþrjóta. Í það skipti fólst árásin í því að nokkrir hlekkir á vefnum vísuðu út fyrir vef Ríkisútvarpsins og á vafasamt efni.

Uppfært klukkan 21:29: Búið er að opna fyrir vef Ríkisútvarpsins á nýjan leik. Vefurinn varð aftur aðgengilegur klukkan 20:50 í kvöld.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.