Innlent

Árás gerð á vef RÚV

Birgir Olgeirsson skrifar
Vefurinn lá niðri á fjórðu klukkustund.
Vefurinn lá niðri á fjórðu klukkustund. Vísir/Ernir

Vefur Ríkisútvarpsins lá niðri á fjórðu klukkustund vegna árásar tölvuþrjóta í gærkvöldi. Greint er frá þessu á vef RÚV en þar kemur fram að nokkrir hlekkir á vef RÚV vísuðu út fyrir vef Ríkisútvarpsins og á vafasamt efni. 

Ákvað RÚV að loka vefnum þegar þetta kom í ljós og var hann ekki aðgengilegur á ný fyrr en tryggt var að árásinni hefði verið hrundið. Haft er eftir númiðlastjóra RÚV að notendur snjalltækja hefðu einkum fundið fyrir óþægindum því tölvuþrjótarnir virtust beina spjótum sínum að þeim.

Númiðlastjórinn segir að farið hafi verið yfir öll öryggisatriði og gengið úr skugga að notendur vefsins verði ekki fyrir frekari óþægindum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.