Íslenski boltinn

Katrín tognaði og FH skoraði | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar

FH vann 2-1 sigur á KR í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta en FH komst yfir í fyrri hálfleik á 42. mínútu með skrautlegu marki.

Katrín Ómarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona og leikmaður KR, missti boltann á miðjunni þegar að hún tognaði sem varð til þess að gestirnir úr Hafnarfirði komust yfir.

Jasmín Erla Ingadóttir vann boltann og stakk honum inn fyrir á Marjani Hing-Glover sem skoraði framhjá Ingibjörgu Valgeirsdóttur í marki KR. Staðan 1-0 í hálfleik.

Tijana Krstic jafnaði metin fyrir KR í seinni hálfleik en sigurmark FH var sjálfsmark á 66. mínútu. Fyrsti sigur FH í höfn og bæði lið með þrjú stig.

Þetta skrautlega atvik má sjá í spilaranum hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.