Fótbolti

Samúel í sigurliði en erfitt hjá öðrum Íslendingaliðum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Samúel er á leiðinni á HM.
Samúel er á leiðinni á HM. vísir/getty

HM-farinn, Samúel Kári Friðjónsson, spilaði í rúman klukkutíma er Vålerenga vann 1-0 sigur á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Samúel spilaði í 62 mínútur en eina mark leiksins skoraði Sam Johnson á fjórtándu mínútu. Vålerenga er í fimmta sætinu með átján stig.

Kristján Flóki Finnbogason og Aron Sigurðarson spiluðu báðir allan leikinn er Start steinlá fyrir Sarpsborg, 4-0, á útivelli í sömu deild.

Start hefur gengið brösulega á leiktíðinni og er með fjögur stig eftir tíu leiki en liðið situr á botni deildarinnar. Liðið er með einu stigi minna en annað Íslendingalið, Sandefjord, sem tapaði einnig í dag.

Emil Pálsson spilaði allan leikinn fyrir Sandefjord sem tapaði 5-0 fyrir Odd á útivelli. Sandefjord í næst neðsta sætinu en Ingvar Jónsson var ónotaður varamaður. Emil nældi sér í gult spjald í leiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.