150 milljónir lagðar í stofnun félags um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. maí 2018 19:15 Oddvita H-listans, Fyrir Heimaey í Vestmannaeyjum, finnst ábyrgð sveitarfélagsins með yfirtöku á rekstri Herjólfs vera of mikil. Félag verður stofnað um reksturinn og hundrað og fimmtíu milljónir lagðar í stofnfé. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær að bærinn stofni opinbert hlutafélag, Herjólfur ohf., í kringum rekstur nýrrar ferju sem kemur til landsins á haustmánuðum.Rekstur nýrrar ferju verður í höndum Vestmannaeyjabæjar og er til reynslu til tveggja ára. Félagið mun taka að sér að fullu ábyrgð og rekstur nýju ferjunnar og sjá um farþegaflutninga milli lands og eyja. Stofnun félagsins er í samræmi við samþykktan samning bæjarfélagsins við ríkið um yfirtöku á farþega- og vöruflutningum á sjóleiðinni milli Vestmanneyja, Landeyjahafnar eða Þorlákshafnar.Er rétt af sveitarfélagi að reka Þjóðveg 1? „Þjóðvegur er alls staðar rekinn af hinu opinbera og þetta er sá spotti sem hefur verið á rekstri einkafyrirtækis. Ég mundi ekkert útiloka að það verði þannig aftur,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri og situr í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.Elliði VignissonVísir/Stöð 2„Það er búin að vera mikil eining í bæjarstjórn um þetta mál. Báðir flokkar, bæði Eyjalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa unnið mjög vel saman í því að gera þetta sem best og skipuðu stýrihóp sem hefur skilað núna samningi sem að okkur lýst mjög vel á,“ segir Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans sem er í núverandi minnihluta í bæjarstjórn. Oddviti H-listans, fyrir Heimaey segir að það eigi að vera á ábyrgð ríkisins að halda uppi siglingum á milli lands og eyja. Hún hefur skilning á hvers vegna sveitarfélagið fólst eftir rekstrinum en finnst ábyrgð þess of mikil nú þegar samningur um reksturinn er í höfn.Njáll RagnarssonVísir/Stöð 2„Við eigum ekki að þurfa að bera ábyrgð á því hvort Landeyjahöfn virki eða virki ekki vegna þess að ef skipið getu ekki siglt í Landeyjahöfn þá eru samgöngurnar ekki að virka og þá er sú ábyrgð komin í fangið á okkur. Málið er það að við hefðum getað fengið þessa þjónustuaukningu fram án þess að þurfa taka ábyrgð og áhættuna á samgöngunum sem mér finnst að eigi heima hjá ríkinu en þjónustu aukningin sem að kemur með þessum samningi er mjög góð,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, Fyrir Heimaey.Íris RóbertsdóttirVísir/Stöð2Þegar ný ferja kemur og Vestmannaeyjabær tekur við rekstrinum verður ferðum fjölgað um sexhundruð á ársgrundvelli og afláttarkjör verða aukin. „Við erum að ganga til móts við nýja tíma í samgöngum,“ segir Elliði. Tengdar fréttir Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46 „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 Starfsmönnum á Herjólfi sagt upp Ástæðan er óvissa um hvort Eimskip muni koma að rekstarfyrirkomulagi nýrrar Vestmannaeyjarferju verði. 29. mars 2018 20:15 Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Oddvita H-listans, Fyrir Heimaey í Vestmannaeyjum, finnst ábyrgð sveitarfélagsins með yfirtöku á rekstri Herjólfs vera of mikil. Félag verður stofnað um reksturinn og hundrað og fimmtíu milljónir lagðar í stofnfé. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær að bærinn stofni opinbert hlutafélag, Herjólfur ohf., í kringum rekstur nýrrar ferju sem kemur til landsins á haustmánuðum.Rekstur nýrrar ferju verður í höndum Vestmannaeyjabæjar og er til reynslu til tveggja ára. Félagið mun taka að sér að fullu ábyrgð og rekstur nýju ferjunnar og sjá um farþegaflutninga milli lands og eyja. Stofnun félagsins er í samræmi við samþykktan samning bæjarfélagsins við ríkið um yfirtöku á farþega- og vöruflutningum á sjóleiðinni milli Vestmanneyja, Landeyjahafnar eða Þorlákshafnar.Er rétt af sveitarfélagi að reka Þjóðveg 1? „Þjóðvegur er alls staðar rekinn af hinu opinbera og þetta er sá spotti sem hefur verið á rekstri einkafyrirtækis. Ég mundi ekkert útiloka að það verði þannig aftur,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri og situr í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.Elliði VignissonVísir/Stöð 2„Það er búin að vera mikil eining í bæjarstjórn um þetta mál. Báðir flokkar, bæði Eyjalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa unnið mjög vel saman í því að gera þetta sem best og skipuðu stýrihóp sem hefur skilað núna samningi sem að okkur lýst mjög vel á,“ segir Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans sem er í núverandi minnihluta í bæjarstjórn. Oddviti H-listans, fyrir Heimaey segir að það eigi að vera á ábyrgð ríkisins að halda uppi siglingum á milli lands og eyja. Hún hefur skilning á hvers vegna sveitarfélagið fólst eftir rekstrinum en finnst ábyrgð þess of mikil nú þegar samningur um reksturinn er í höfn.Njáll RagnarssonVísir/Stöð 2„Við eigum ekki að þurfa að bera ábyrgð á því hvort Landeyjahöfn virki eða virki ekki vegna þess að ef skipið getu ekki siglt í Landeyjahöfn þá eru samgöngurnar ekki að virka og þá er sú ábyrgð komin í fangið á okkur. Málið er það að við hefðum getað fengið þessa þjónustuaukningu fram án þess að þurfa taka ábyrgð og áhættuna á samgöngunum sem mér finnst að eigi heima hjá ríkinu en þjónustu aukningin sem að kemur með þessum samningi er mjög góð,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, Fyrir Heimaey.Íris RóbertsdóttirVísir/Stöð2Þegar ný ferja kemur og Vestmannaeyjabær tekur við rekstrinum verður ferðum fjölgað um sexhundruð á ársgrundvelli og afláttarkjör verða aukin. „Við erum að ganga til móts við nýja tíma í samgöngum,“ segir Elliði.
Tengdar fréttir Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46 „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 Starfsmönnum á Herjólfi sagt upp Ástæðan er óvissa um hvort Eimskip muni koma að rekstarfyrirkomulagi nýrrar Vestmannaeyjarferju verði. 29. mars 2018 20:15 Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46
„Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30
Starfsmönnum á Herjólfi sagt upp Ástæðan er óvissa um hvort Eimskip muni koma að rekstarfyrirkomulagi nýrrar Vestmannaeyjarferju verði. 29. mars 2018 20:15
Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04