150 milljónir lagðar í stofnun félags um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. maí 2018 19:15 Oddvita H-listans, Fyrir Heimaey í Vestmannaeyjum, finnst ábyrgð sveitarfélagsins með yfirtöku á rekstri Herjólfs vera of mikil. Félag verður stofnað um reksturinn og hundrað og fimmtíu milljónir lagðar í stofnfé. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær að bærinn stofni opinbert hlutafélag, Herjólfur ohf., í kringum rekstur nýrrar ferju sem kemur til landsins á haustmánuðum.Rekstur nýrrar ferju verður í höndum Vestmannaeyjabæjar og er til reynslu til tveggja ára. Félagið mun taka að sér að fullu ábyrgð og rekstur nýju ferjunnar og sjá um farþegaflutninga milli lands og eyja. Stofnun félagsins er í samræmi við samþykktan samning bæjarfélagsins við ríkið um yfirtöku á farþega- og vöruflutningum á sjóleiðinni milli Vestmanneyja, Landeyjahafnar eða Þorlákshafnar.Er rétt af sveitarfélagi að reka Þjóðveg 1? „Þjóðvegur er alls staðar rekinn af hinu opinbera og þetta er sá spotti sem hefur verið á rekstri einkafyrirtækis. Ég mundi ekkert útiloka að það verði þannig aftur,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri og situr í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.Elliði VignissonVísir/Stöð 2„Það er búin að vera mikil eining í bæjarstjórn um þetta mál. Báðir flokkar, bæði Eyjalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa unnið mjög vel saman í því að gera þetta sem best og skipuðu stýrihóp sem hefur skilað núna samningi sem að okkur lýst mjög vel á,“ segir Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans sem er í núverandi minnihluta í bæjarstjórn. Oddviti H-listans, fyrir Heimaey segir að það eigi að vera á ábyrgð ríkisins að halda uppi siglingum á milli lands og eyja. Hún hefur skilning á hvers vegna sveitarfélagið fólst eftir rekstrinum en finnst ábyrgð þess of mikil nú þegar samningur um reksturinn er í höfn.Njáll RagnarssonVísir/Stöð 2„Við eigum ekki að þurfa að bera ábyrgð á því hvort Landeyjahöfn virki eða virki ekki vegna þess að ef skipið getu ekki siglt í Landeyjahöfn þá eru samgöngurnar ekki að virka og þá er sú ábyrgð komin í fangið á okkur. Málið er það að við hefðum getað fengið þessa þjónustuaukningu fram án þess að þurfa taka ábyrgð og áhættuna á samgöngunum sem mér finnst að eigi heima hjá ríkinu en þjónustu aukningin sem að kemur með þessum samningi er mjög góð,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, Fyrir Heimaey.Íris RóbertsdóttirVísir/Stöð2Þegar ný ferja kemur og Vestmannaeyjabær tekur við rekstrinum verður ferðum fjölgað um sexhundruð á ársgrundvelli og afláttarkjör verða aukin. „Við erum að ganga til móts við nýja tíma í samgöngum,“ segir Elliði. Tengdar fréttir Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46 „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 Starfsmönnum á Herjólfi sagt upp Ástæðan er óvissa um hvort Eimskip muni koma að rekstarfyrirkomulagi nýrrar Vestmannaeyjarferju verði. 29. mars 2018 20:15 Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Oddvita H-listans, Fyrir Heimaey í Vestmannaeyjum, finnst ábyrgð sveitarfélagsins með yfirtöku á rekstri Herjólfs vera of mikil. Félag verður stofnað um reksturinn og hundrað og fimmtíu milljónir lagðar í stofnfé. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær að bærinn stofni opinbert hlutafélag, Herjólfur ohf., í kringum rekstur nýrrar ferju sem kemur til landsins á haustmánuðum.Rekstur nýrrar ferju verður í höndum Vestmannaeyjabæjar og er til reynslu til tveggja ára. Félagið mun taka að sér að fullu ábyrgð og rekstur nýju ferjunnar og sjá um farþegaflutninga milli lands og eyja. Stofnun félagsins er í samræmi við samþykktan samning bæjarfélagsins við ríkið um yfirtöku á farþega- og vöruflutningum á sjóleiðinni milli Vestmanneyja, Landeyjahafnar eða Þorlákshafnar.Er rétt af sveitarfélagi að reka Þjóðveg 1? „Þjóðvegur er alls staðar rekinn af hinu opinbera og þetta er sá spotti sem hefur verið á rekstri einkafyrirtækis. Ég mundi ekkert útiloka að það verði þannig aftur,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri og situr í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.Elliði VignissonVísir/Stöð 2„Það er búin að vera mikil eining í bæjarstjórn um þetta mál. Báðir flokkar, bæði Eyjalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa unnið mjög vel saman í því að gera þetta sem best og skipuðu stýrihóp sem hefur skilað núna samningi sem að okkur lýst mjög vel á,“ segir Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans sem er í núverandi minnihluta í bæjarstjórn. Oddviti H-listans, fyrir Heimaey segir að það eigi að vera á ábyrgð ríkisins að halda uppi siglingum á milli lands og eyja. Hún hefur skilning á hvers vegna sveitarfélagið fólst eftir rekstrinum en finnst ábyrgð þess of mikil nú þegar samningur um reksturinn er í höfn.Njáll RagnarssonVísir/Stöð 2„Við eigum ekki að þurfa að bera ábyrgð á því hvort Landeyjahöfn virki eða virki ekki vegna þess að ef skipið getu ekki siglt í Landeyjahöfn þá eru samgöngurnar ekki að virka og þá er sú ábyrgð komin í fangið á okkur. Málið er það að við hefðum getað fengið þessa þjónustuaukningu fram án þess að þurfa taka ábyrgð og áhættuna á samgöngunum sem mér finnst að eigi heima hjá ríkinu en þjónustu aukningin sem að kemur með þessum samningi er mjög góð,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, Fyrir Heimaey.Íris RóbertsdóttirVísir/Stöð2Þegar ný ferja kemur og Vestmannaeyjabær tekur við rekstrinum verður ferðum fjölgað um sexhundruð á ársgrundvelli og afláttarkjör verða aukin. „Við erum að ganga til móts við nýja tíma í samgöngum,“ segir Elliði.
Tengdar fréttir Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46 „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 Starfsmönnum á Herjólfi sagt upp Ástæðan er óvissa um hvort Eimskip muni koma að rekstarfyrirkomulagi nýrrar Vestmannaeyjarferju verði. 29. mars 2018 20:15 Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46
„Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30
Starfsmönnum á Herjólfi sagt upp Ástæðan er óvissa um hvort Eimskip muni koma að rekstarfyrirkomulagi nýrrar Vestmannaeyjarferju verði. 29. mars 2018 20:15
Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04