150 milljónir lagðar í stofnun félags um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. maí 2018 19:15 Oddvita H-listans, Fyrir Heimaey í Vestmannaeyjum, finnst ábyrgð sveitarfélagsins með yfirtöku á rekstri Herjólfs vera of mikil. Félag verður stofnað um reksturinn og hundrað og fimmtíu milljónir lagðar í stofnfé. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær að bærinn stofni opinbert hlutafélag, Herjólfur ohf., í kringum rekstur nýrrar ferju sem kemur til landsins á haustmánuðum.Rekstur nýrrar ferju verður í höndum Vestmannaeyjabæjar og er til reynslu til tveggja ára. Félagið mun taka að sér að fullu ábyrgð og rekstur nýju ferjunnar og sjá um farþegaflutninga milli lands og eyja. Stofnun félagsins er í samræmi við samþykktan samning bæjarfélagsins við ríkið um yfirtöku á farþega- og vöruflutningum á sjóleiðinni milli Vestmanneyja, Landeyjahafnar eða Þorlákshafnar.Er rétt af sveitarfélagi að reka Þjóðveg 1? „Þjóðvegur er alls staðar rekinn af hinu opinbera og þetta er sá spotti sem hefur verið á rekstri einkafyrirtækis. Ég mundi ekkert útiloka að það verði þannig aftur,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri og situr í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.Elliði VignissonVísir/Stöð 2„Það er búin að vera mikil eining í bæjarstjórn um þetta mál. Báðir flokkar, bæði Eyjalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa unnið mjög vel saman í því að gera þetta sem best og skipuðu stýrihóp sem hefur skilað núna samningi sem að okkur lýst mjög vel á,“ segir Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans sem er í núverandi minnihluta í bæjarstjórn. Oddviti H-listans, fyrir Heimaey segir að það eigi að vera á ábyrgð ríkisins að halda uppi siglingum á milli lands og eyja. Hún hefur skilning á hvers vegna sveitarfélagið fólst eftir rekstrinum en finnst ábyrgð þess of mikil nú þegar samningur um reksturinn er í höfn.Njáll RagnarssonVísir/Stöð 2„Við eigum ekki að þurfa að bera ábyrgð á því hvort Landeyjahöfn virki eða virki ekki vegna þess að ef skipið getu ekki siglt í Landeyjahöfn þá eru samgöngurnar ekki að virka og þá er sú ábyrgð komin í fangið á okkur. Málið er það að við hefðum getað fengið þessa þjónustuaukningu fram án þess að þurfa taka ábyrgð og áhættuna á samgöngunum sem mér finnst að eigi heima hjá ríkinu en þjónustu aukningin sem að kemur með þessum samningi er mjög góð,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, Fyrir Heimaey.Íris RóbertsdóttirVísir/Stöð2Þegar ný ferja kemur og Vestmannaeyjabær tekur við rekstrinum verður ferðum fjölgað um sexhundruð á ársgrundvelli og afláttarkjör verða aukin. „Við erum að ganga til móts við nýja tíma í samgöngum,“ segir Elliði. Tengdar fréttir Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46 „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 Starfsmönnum á Herjólfi sagt upp Ástæðan er óvissa um hvort Eimskip muni koma að rekstarfyrirkomulagi nýrrar Vestmannaeyjarferju verði. 29. mars 2018 20:15 Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Oddvita H-listans, Fyrir Heimaey í Vestmannaeyjum, finnst ábyrgð sveitarfélagsins með yfirtöku á rekstri Herjólfs vera of mikil. Félag verður stofnað um reksturinn og hundrað og fimmtíu milljónir lagðar í stofnfé. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær að bærinn stofni opinbert hlutafélag, Herjólfur ohf., í kringum rekstur nýrrar ferju sem kemur til landsins á haustmánuðum.Rekstur nýrrar ferju verður í höndum Vestmannaeyjabæjar og er til reynslu til tveggja ára. Félagið mun taka að sér að fullu ábyrgð og rekstur nýju ferjunnar og sjá um farþegaflutninga milli lands og eyja. Stofnun félagsins er í samræmi við samþykktan samning bæjarfélagsins við ríkið um yfirtöku á farþega- og vöruflutningum á sjóleiðinni milli Vestmanneyja, Landeyjahafnar eða Þorlákshafnar.Er rétt af sveitarfélagi að reka Þjóðveg 1? „Þjóðvegur er alls staðar rekinn af hinu opinbera og þetta er sá spotti sem hefur verið á rekstri einkafyrirtækis. Ég mundi ekkert útiloka að það verði þannig aftur,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri og situr í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.Elliði VignissonVísir/Stöð 2„Það er búin að vera mikil eining í bæjarstjórn um þetta mál. Báðir flokkar, bæði Eyjalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa unnið mjög vel saman í því að gera þetta sem best og skipuðu stýrihóp sem hefur skilað núna samningi sem að okkur lýst mjög vel á,“ segir Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans sem er í núverandi minnihluta í bæjarstjórn. Oddviti H-listans, fyrir Heimaey segir að það eigi að vera á ábyrgð ríkisins að halda uppi siglingum á milli lands og eyja. Hún hefur skilning á hvers vegna sveitarfélagið fólst eftir rekstrinum en finnst ábyrgð þess of mikil nú þegar samningur um reksturinn er í höfn.Njáll RagnarssonVísir/Stöð 2„Við eigum ekki að þurfa að bera ábyrgð á því hvort Landeyjahöfn virki eða virki ekki vegna þess að ef skipið getu ekki siglt í Landeyjahöfn þá eru samgöngurnar ekki að virka og þá er sú ábyrgð komin í fangið á okkur. Málið er það að við hefðum getað fengið þessa þjónustuaukningu fram án þess að þurfa taka ábyrgð og áhættuna á samgöngunum sem mér finnst að eigi heima hjá ríkinu en þjónustu aukningin sem að kemur með þessum samningi er mjög góð,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, Fyrir Heimaey.Íris RóbertsdóttirVísir/Stöð2Þegar ný ferja kemur og Vestmannaeyjabær tekur við rekstrinum verður ferðum fjölgað um sexhundruð á ársgrundvelli og afláttarkjör verða aukin. „Við erum að ganga til móts við nýja tíma í samgöngum,“ segir Elliði.
Tengdar fréttir Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46 „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 Starfsmönnum á Herjólfi sagt upp Ástæðan er óvissa um hvort Eimskip muni koma að rekstarfyrirkomulagi nýrrar Vestmannaeyjarferju verði. 29. mars 2018 20:15 Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46
„Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30
Starfsmönnum á Herjólfi sagt upp Ástæðan er óvissa um hvort Eimskip muni koma að rekstarfyrirkomulagi nýrrar Vestmannaeyjarferju verði. 29. mars 2018 20:15
Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04