Fá 850 milljónir frá ósjúkratryggðum Sveinn Arnarsson skrifar 17. maí 2018 06:00 Forstjóri Landspítalans segir að síðustu tvö árin hafi fjölgun ferðamanna verið tekin inn í áætlanir Landspítalans. Vísir Fjölgun erlendra einstaklinga hér á landi, bæði ferðamanna og vinnuafls, hefur í för með sér mikið álag á Landspítala háskólasjúkrahús en tekjur LSH af ósjúkratryggðum einstaklingum voru um 870 milljónir í fyrra. Landspítalinn þarf ekki lengur að reiða sig á gjafir frá utanaðkomandi aðilum. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra LSH, á ársfundi spítalans sem haldinn var í gær. Fjölgun ferðamanna er hlutfallslega meiri en meðal íbúa landsins á næstu árum. Einnig mun fjölga á þessu ári um sex til sjö prósent í hópnum 60-80 ára og eru það einstaklingar sem þurfa á mestri sjúkrahúsþjónustu að halda, sjúkrahúsþjónustu sem er hlutfallslega mjög dýr miðað við aðra aldurshópa.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Vísir/VilhelmFjölgun erlendra ferðamanna og erlends vinnuafls á landinu krefst þess að spítalinn veiti meiri og ítarlegri þjónustu en hann hefur gert. Tekjur Landspítalans af erlendum ferðamönnum voru til að mynda um 875 milljónir króna í fyrra. Þessu fylgir einnig meira álag á starfsmenn. Sjúkrahúsið þarf að taka þessa fjölgun með í reikninginn. „Við höfum gert það síðustu tvö árin að taka inn í áætlun okkar fjölgun ferðamanna. Það fylgir þeim líka öðruvísi aðstoð með ítarlegri leiðbeiningum sem taka meiri tíma. Einnig eru þetta mikið til alvarleg slys og því fylgir einnig álag á gjörgæslu sem er þétt setin fyrir,“ segir Páll. „Einnig má ekki gleyma auknum fjölda erlends starfsfólks sem hingað kemur í uppgangi efnahagslífsins. Þar þarf oft á túlkaþjónustu að halda með annars konar álagi. Því er í mörg horn að líta þegar kemur að þessum tveimur hópum.“ Stærsta ógnin að mati Páls er alþjóðlegur vandi sem sést víða í hinum vestræna heimi. „Spítalar á Vesturlöndum virðast standa frammi fyrir sama vandanum sem er mönnun, þá helst hjúkrunarfræðinga, lífeindafræðinga og sjúkraliða en einnig annarra stétta innan sjúkrahúsa. Á álagsríkum deildum er hætta á kulnun í starfi meiri. LSH sem vinnuveitandi getur bætt það upp með meiri sveigjanleika fyrir starfsfólk og aukinni áherslu á endurmenntun. Við erum að vinna að því að innleiða slíka ferla hjá okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé Viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratryggingar námu minnst 725 milljónum á síðasta ári. Flestir leita til spítalans í júlí og ágúst en innlögnum yfir vetrarmánuðina hefur fjölgað mikið. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Sjá meira
Fjölgun erlendra einstaklinga hér á landi, bæði ferðamanna og vinnuafls, hefur í för með sér mikið álag á Landspítala háskólasjúkrahús en tekjur LSH af ósjúkratryggðum einstaklingum voru um 870 milljónir í fyrra. Landspítalinn þarf ekki lengur að reiða sig á gjafir frá utanaðkomandi aðilum. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra LSH, á ársfundi spítalans sem haldinn var í gær. Fjölgun ferðamanna er hlutfallslega meiri en meðal íbúa landsins á næstu árum. Einnig mun fjölga á þessu ári um sex til sjö prósent í hópnum 60-80 ára og eru það einstaklingar sem þurfa á mestri sjúkrahúsþjónustu að halda, sjúkrahúsþjónustu sem er hlutfallslega mjög dýr miðað við aðra aldurshópa.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Vísir/VilhelmFjölgun erlendra ferðamanna og erlends vinnuafls á landinu krefst þess að spítalinn veiti meiri og ítarlegri þjónustu en hann hefur gert. Tekjur Landspítalans af erlendum ferðamönnum voru til að mynda um 875 milljónir króna í fyrra. Þessu fylgir einnig meira álag á starfsmenn. Sjúkrahúsið þarf að taka þessa fjölgun með í reikninginn. „Við höfum gert það síðustu tvö árin að taka inn í áætlun okkar fjölgun ferðamanna. Það fylgir þeim líka öðruvísi aðstoð með ítarlegri leiðbeiningum sem taka meiri tíma. Einnig eru þetta mikið til alvarleg slys og því fylgir einnig álag á gjörgæslu sem er þétt setin fyrir,“ segir Páll. „Einnig má ekki gleyma auknum fjölda erlends starfsfólks sem hingað kemur í uppgangi efnahagslífsins. Þar þarf oft á túlkaþjónustu að halda með annars konar álagi. Því er í mörg horn að líta þegar kemur að þessum tveimur hópum.“ Stærsta ógnin að mati Páls er alþjóðlegur vandi sem sést víða í hinum vestræna heimi. „Spítalar á Vesturlöndum virðast standa frammi fyrir sama vandanum sem er mönnun, þá helst hjúkrunarfræðinga, lífeindafræðinga og sjúkraliða en einnig annarra stétta innan sjúkrahúsa. Á álagsríkum deildum er hætta á kulnun í starfi meiri. LSH sem vinnuveitandi getur bætt það upp með meiri sveigjanleika fyrir starfsfólk og aukinni áherslu á endurmenntun. Við erum að vinna að því að innleiða slíka ferla hjá okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé Viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratryggingar námu minnst 725 milljónum á síðasta ári. Flestir leita til spítalans í júlí og ágúst en innlögnum yfir vetrarmánuðina hefur fjölgað mikið. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Sjá meira
Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé Viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratryggingar námu minnst 725 milljónum á síðasta ári. Flestir leita til spítalans í júlí og ágúst en innlögnum yfir vetrarmánuðina hefur fjölgað mikið. 11. janúar 2018 06:00