Fangar í einu alræmdasta fangelsi Venesúela gerðu uppreisn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. maí 2018 10:22 Aðgerðasinnar segja að fangar hafi tekið stjórnin í einu alræmdasta fangelsi Venesúela þar sem pólitískum föngum er aðallega haldið. Fréttirnar berast aðeins nokkrum dögum áður en forsetakosningar fara fram í landinu þar sem íbúar Venesúela ganga að kjörborðinu á sunnudag. Kosningarnar eru umdeildar þar sem fjölmargir telja þær ólögmætar, þar á meðal bandarísk yfirvöld, Evrópusambandið og ríkisstjórnir Brasilíu, Kólumbíu og Mexíkó. Fangelsið er í El Helicoide, stórri byggingu sem var upphaflega verslunarmiðstöð en var breytt í höfuðstöðvar leyniþjónustu Venesúela. Byggingin hefur orðið að nokkurs konar tákni fyrir hrun efnahagslífsins í landinu og einræðistilburði Nicolás Maduro, forsetans sem nú sækist eftir endurkjöri í kosningunum umdeildu. Á vef Guardian er haft eftir Roderick Navarro, venesúelskum aðgerðarsinna sem er í útlegð, að fangarnir hafi tekið stjórnina í fangelsinu í gærdag eftir að hafa oboðið það sem fangarnir segja að séu barsmíðar og pyntingar gagnvart einum fanganum. Hafði Navarro rætt við fangana sem gerðu uppreisn í fangelsinu. Hann sagði þá berjast fyrir frelsi, heilbrigðisþjónustu og mannréttindum. Þeir vilji að ofbeldinu í fangelsinu linni. Annað í tengslum við uppreisn fanganna var óljóst í gærkvöldi en Navarro sagði að þeir óttist mikið ofbeldi þegar fangelsismálayfirvöld reyna að ná stjórn í fangelsinu. Brasilía Venesúela Tengdar fréttir Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57 Bannar stjórnarandstöðunni að bjóða fram Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 11. desember 2017 07:37 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Aðgerðasinnar segja að fangar hafi tekið stjórnin í einu alræmdasta fangelsi Venesúela þar sem pólitískum föngum er aðallega haldið. Fréttirnar berast aðeins nokkrum dögum áður en forsetakosningar fara fram í landinu þar sem íbúar Venesúela ganga að kjörborðinu á sunnudag. Kosningarnar eru umdeildar þar sem fjölmargir telja þær ólögmætar, þar á meðal bandarísk yfirvöld, Evrópusambandið og ríkisstjórnir Brasilíu, Kólumbíu og Mexíkó. Fangelsið er í El Helicoide, stórri byggingu sem var upphaflega verslunarmiðstöð en var breytt í höfuðstöðvar leyniþjónustu Venesúela. Byggingin hefur orðið að nokkurs konar tákni fyrir hrun efnahagslífsins í landinu og einræðistilburði Nicolás Maduro, forsetans sem nú sækist eftir endurkjöri í kosningunum umdeildu. Á vef Guardian er haft eftir Roderick Navarro, venesúelskum aðgerðarsinna sem er í útlegð, að fangarnir hafi tekið stjórnina í fangelsinu í gærdag eftir að hafa oboðið það sem fangarnir segja að séu barsmíðar og pyntingar gagnvart einum fanganum. Hafði Navarro rætt við fangana sem gerðu uppreisn í fangelsinu. Hann sagði þá berjast fyrir frelsi, heilbrigðisþjónustu og mannréttindum. Þeir vilji að ofbeldinu í fangelsinu linni. Annað í tengslum við uppreisn fanganna var óljóst í gærkvöldi en Navarro sagði að þeir óttist mikið ofbeldi þegar fangelsismálayfirvöld reyna að ná stjórn í fangelsinu.
Brasilía Venesúela Tengdar fréttir Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57 Bannar stjórnarandstöðunni að bjóða fram Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 11. desember 2017 07:37 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57
Bannar stjórnarandstöðunni að bjóða fram Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 11. desember 2017 07:37
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15