Fótbolti

Stuðningsmenn réðust á leikmenn Sporting

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá lögreglu með einn hinna handteknu.
Hér má sjá lögreglu með einn hinna handteknu. vísir/epa

Sporting frá Lissabon ætlar að spila bikarúrslitaleikinn um næstu helgi þó svo menn þar á bæ séu í áfalli eftir að stuðningsmenn félagsins réðust á leikmenn.

Um 50 stuðningsmenn Sporting réðust á leikmenn og starfsmenn félagsins í gær. Hollenski framherjinn Das Bost varð fyrir höfuðmeiðslum í árásinni og þurfti að sauma átta spor í höfuð hans. Átökin eru sögð hafa staðið fyrir í um 10-15 mínútur.

Sporting missti af sæti í Meistaradeildinni næsta vetur en liðið klúðraði sínum málum í lokaumferðinni. Það voru mikil vonbrigði fyrir stuðningsmenn félagsins og þessi 50 manna hópur ákvað að taka reiði sína út á leikmönnunum.

Á sunnudag fer bikarúrslitaleikurinn í Portúgal fram og Sporting er að spila. Leikmenn liðsins ætla ekki að láta bullurnar hafa áhrif á sig og þeir hafa allir sem einn ákveðið að spila bikarúrslitaleikinn þó svo þeir séu í áfalli eftir árásina.

Leikmennirnir sögðust ætla að spila af virðingu við Portúgal og íþróttina. Að sama skapi ætla þeir í mál við bullurnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.