Þetta verður stærsti leikurinn á ferlinum Hjörvar Ólafsson skrifar 1. maí 2018 10:00 Sara Björk á ferðinni í leiknum gegn Chelsea á sunnudaginn. Landsliðsfyrirliðinn lék allan tímann í 2-0 sigri Wolfsburg sem vann einvígið 5-1 og tryggði sér þar með sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Nordicphotos/Getty Fótbolti Sara Björk Gunnarsdóttir ritaði nafn sitt í sögubók íslenskrar knattspyrnu á sunnudaginn þegar hún varð fyrsta knattspyrnukonan til þess að tryggja sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Sara Björk og félagar hennar hjá Wolfsburg lögðu Chelsea að velli, 2-0, í seinni leik liðanna í undanúrslitum keppninnar og þýska liðið vann viðureignina samanlagt 5-1. Sara Björk skoraði eitt þriggja marka Wolfsburg í fyrri leiknum. Hún hefur alls skorað sex mörk í Meistaradeildinni í vetur sem er afar vel af sér vikið í ljósi þess að hún leikur sem djúpur miðjumaður. Auk þess að skora sex mörk í Meistaradeildinni hefur Sara Björk skorað fjögur deildarmörk og tvö mörk í þýska bikarnum. „Það er yndisleg tilfinning að vera komin í úrslitaleikinn í þessari gríðarlega sterku keppni. Við duttum út í átta liða úrslitum á síðustu leiktíð og vorum staðráðnar í að gera betur í ár. Við töpuðum einmitt fyrir Lyon, andstæðingum okkar í úrslitaleiknum, í fyrra, en ég tel okkur vera með betra lið núna. Þetta verður hörkuleikur þar sem bæði liðin eiga jafnan möguleika á að fara með sigur af hólmi,“ segir Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst mjög gaman að hafa náð að leggja meira af mörkum í markaskorun liðsins en á síðasta keppnistímabili. Það hefur svo sem ekkert breyst hvað varðar hlutverk mitt í liðinu. Ég er áfram að spila sem djúpur miðjumaður, en ég er að koma mér oftar í betri stöður og klára færin betur í ár en í fyrra. Ég skoraði tvö mörk í öllum keppnum í fyrra og setti mér það markmið að skora fimm mörk í ár. Ég er komin með 12 mörk í öllum keppnum og held að það sé bara nokkuð gott fyrir djúpan miðjumann,“ segir Sara Björk. Hún verður að öllum líkindum fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að koma við sögu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Eiður Smári Guðjohnsen komst næst því að stíga inn á stóra sviðið þegar hann var ónotaðar varamaður Barcelona þegar liðið vann Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2009. Það verður skammt stórra högga á milli hjá Söru Björk og liðsfélögum hennar hjá Wolfsburg í maí. Liðið trónir á toppi þýsku deildarinnar með 43 stig. Wolfsburg er komið í úrslitaleik þýska bikarsins þar sem liðið mætir Bayern München laugardaginn 19. maí. Þá mætir liðið Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fimmtudaginn 24. maí. „Þetta verður klárlega stærsti leikur sem ég hef spilað á ferlinum. Mig hefur dreymt um að leika þennan leik allt frá því að ég var lítil stelpa. Þetta verður ofboðslega gaman þegar þar að kemur. Nú verðum við hins vegar að setja einbeitinguna á deildina þar sem við stefnum að því að verja titilinn. Við gætum farið langt með að tryggja þýska meistaratitilinn með sigrum í næstu þremur deildarleikjum,“ segir Sara Björk. „Það væri ofboðslega þægilegt ef við yrðum búin að landa titlinum fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og það er klárlega markmiðið. Fram undan eru hins vegar erfiðir leikir í deildinni og við verðum að hafa okkur allar við til þess að halda toppsætinu. Við erum einnig komnar í bikarúrslit þannig að það er fullt af spennandi og skemmtilegum leikjum fram undan. Það er búið að vera mikið álag á leikmannahópnum undanfarið og verður áfram. Við erum sem betur fer með stóran hóp og getum dreift álaginu án þess að það komi niður á gæðum liðsins,“ segir Sara Björk enn fremur um komandi tíma hjá Wolfsburg. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Fótbolti Sara Björk Gunnarsdóttir ritaði nafn sitt í sögubók íslenskrar knattspyrnu á sunnudaginn þegar hún varð fyrsta knattspyrnukonan til þess að tryggja sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Sara Björk og félagar hennar hjá Wolfsburg lögðu Chelsea að velli, 2-0, í seinni leik liðanna í undanúrslitum keppninnar og þýska liðið vann viðureignina samanlagt 5-1. Sara Björk skoraði eitt þriggja marka Wolfsburg í fyrri leiknum. Hún hefur alls skorað sex mörk í Meistaradeildinni í vetur sem er afar vel af sér vikið í ljósi þess að hún leikur sem djúpur miðjumaður. Auk þess að skora sex mörk í Meistaradeildinni hefur Sara Björk skorað fjögur deildarmörk og tvö mörk í þýska bikarnum. „Það er yndisleg tilfinning að vera komin í úrslitaleikinn í þessari gríðarlega sterku keppni. Við duttum út í átta liða úrslitum á síðustu leiktíð og vorum staðráðnar í að gera betur í ár. Við töpuðum einmitt fyrir Lyon, andstæðingum okkar í úrslitaleiknum, í fyrra, en ég tel okkur vera með betra lið núna. Þetta verður hörkuleikur þar sem bæði liðin eiga jafnan möguleika á að fara með sigur af hólmi,“ segir Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst mjög gaman að hafa náð að leggja meira af mörkum í markaskorun liðsins en á síðasta keppnistímabili. Það hefur svo sem ekkert breyst hvað varðar hlutverk mitt í liðinu. Ég er áfram að spila sem djúpur miðjumaður, en ég er að koma mér oftar í betri stöður og klára færin betur í ár en í fyrra. Ég skoraði tvö mörk í öllum keppnum í fyrra og setti mér það markmið að skora fimm mörk í ár. Ég er komin með 12 mörk í öllum keppnum og held að það sé bara nokkuð gott fyrir djúpan miðjumann,“ segir Sara Björk. Hún verður að öllum líkindum fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að koma við sögu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Eiður Smári Guðjohnsen komst næst því að stíga inn á stóra sviðið þegar hann var ónotaðar varamaður Barcelona þegar liðið vann Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2009. Það verður skammt stórra högga á milli hjá Söru Björk og liðsfélögum hennar hjá Wolfsburg í maí. Liðið trónir á toppi þýsku deildarinnar með 43 stig. Wolfsburg er komið í úrslitaleik þýska bikarsins þar sem liðið mætir Bayern München laugardaginn 19. maí. Þá mætir liðið Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fimmtudaginn 24. maí. „Þetta verður klárlega stærsti leikur sem ég hef spilað á ferlinum. Mig hefur dreymt um að leika þennan leik allt frá því að ég var lítil stelpa. Þetta verður ofboðslega gaman þegar þar að kemur. Nú verðum við hins vegar að setja einbeitinguna á deildina þar sem við stefnum að því að verja titilinn. Við gætum farið langt með að tryggja þýska meistaratitilinn með sigrum í næstu þremur deildarleikjum,“ segir Sara Björk. „Það væri ofboðslega þægilegt ef við yrðum búin að landa titlinum fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og það er klárlega markmiðið. Fram undan eru hins vegar erfiðir leikir í deildinni og við verðum að hafa okkur allar við til þess að halda toppsætinu. Við erum einnig komnar í bikarúrslit þannig að það er fullt af spennandi og skemmtilegum leikjum fram undan. Það er búið að vera mikið álag á leikmannahópnum undanfarið og verður áfram. Við erum sem betur fer með stóran hóp og getum dreift álaginu án þess að það komi niður á gæðum liðsins,“ segir Sara Björk enn fremur um komandi tíma hjá Wolfsburg.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira