Trump allt annað en sáttur vegna spurningalekans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. maí 2018 17:37 Donald Trump er ekki ánægður með að spurningalistanum hafi verið lekið Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé „til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla. Spurningalistanum var lekið til New York Times og má finna á fimmta tug spurninga á listanum. Spurningarnar snúast margar um hugsanagang Trumps og leita skýringa á ummælum sem hann hefur látið falla á Twitter. Einnig er hann beðinn að skýra fundi ráðgjafa sinna með Rússum, fasteignaviðskipti í Moskvu ásamt ýmsu öðru. Mueller, sem rannsakar meint afskipti Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, er sagður hafa látið lögræðiteymi Trump spurningarnar í té. Líkt og vanalega þegar Trump þarf að tjá sig um málefni líðandi stundar greip hann til Twitter þar sem hann gagnrýndi harkalega að spurningunum hafi verið lekið til fjölmiðla og kallaði hann rannsókn Mullers „Rússnesku Nornaveiðarnar“. Í öðru tísti sagði Trump að „Það er erfitt að hindra framgang réttvísinnar vegna glæps sem aldrei átti sér stað.“ Óvíst er hvort að Mueller muni fá svar við spurningunum en Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og nýr lögfræðingur Trump í málum sem tengjast rannsókninni hitti Mueller í síðustu viku.So disgraceful that the questions concerning the Russian Witch Hunt were “leaked” to the media. No questions on Collusion. Oh, I see...you have a made up, phony crime, Collusion, that never existed, and an investigation begun with illegally leaked classified information. Nice!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 1, 2018 It would seem very hard to obstruct justice for a crime that never happened! Witch Hunt!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 1, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump neitar að bera vitni Í ljósi rannsóknar alríkislögreglunnar FBI vill lögmaðurinn ekki þurfa að bera vitni sem gæti bendlað hann við glæp í einkamáli klámmyndaleikkona gegn honum. 26. apríl 2018 12:10 Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28 Kelly sagður kalla Trump „fífl" og á leið úr Hvíta húsinu John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, er sagður telja sig sig vera að bjarga Bandaríkjunum frá Donald Trump, forseta, og hefur gert lítið úr gáfnafari hans. 30. apríl 2018 21:27 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé „til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla. Spurningalistanum var lekið til New York Times og má finna á fimmta tug spurninga á listanum. Spurningarnar snúast margar um hugsanagang Trumps og leita skýringa á ummælum sem hann hefur látið falla á Twitter. Einnig er hann beðinn að skýra fundi ráðgjafa sinna með Rússum, fasteignaviðskipti í Moskvu ásamt ýmsu öðru. Mueller, sem rannsakar meint afskipti Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, er sagður hafa látið lögræðiteymi Trump spurningarnar í té. Líkt og vanalega þegar Trump þarf að tjá sig um málefni líðandi stundar greip hann til Twitter þar sem hann gagnrýndi harkalega að spurningunum hafi verið lekið til fjölmiðla og kallaði hann rannsókn Mullers „Rússnesku Nornaveiðarnar“. Í öðru tísti sagði Trump að „Það er erfitt að hindra framgang réttvísinnar vegna glæps sem aldrei átti sér stað.“ Óvíst er hvort að Mueller muni fá svar við spurningunum en Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og nýr lögfræðingur Trump í málum sem tengjast rannsókninni hitti Mueller í síðustu viku.So disgraceful that the questions concerning the Russian Witch Hunt were “leaked” to the media. No questions on Collusion. Oh, I see...you have a made up, phony crime, Collusion, that never existed, and an investigation begun with illegally leaked classified information. Nice!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 1, 2018 It would seem very hard to obstruct justice for a crime that never happened! Witch Hunt!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 1, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump neitar að bera vitni Í ljósi rannsóknar alríkislögreglunnar FBI vill lögmaðurinn ekki þurfa að bera vitni sem gæti bendlað hann við glæp í einkamáli klámmyndaleikkona gegn honum. 26. apríl 2018 12:10 Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28 Kelly sagður kalla Trump „fífl" og á leið úr Hvíta húsinu John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, er sagður telja sig sig vera að bjarga Bandaríkjunum frá Donald Trump, forseta, og hefur gert lítið úr gáfnafari hans. 30. apríl 2018 21:27 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Sjá meira
Lögmaður Trump neitar að bera vitni Í ljósi rannsóknar alríkislögreglunnar FBI vill lögmaðurinn ekki þurfa að bera vitni sem gæti bendlað hann við glæp í einkamáli klámmyndaleikkona gegn honum. 26. apríl 2018 12:10
Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28
Kelly sagður kalla Trump „fífl" og á leið úr Hvíta húsinu John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, er sagður telja sig sig vera að bjarga Bandaríkjunum frá Donald Trump, forseta, og hefur gert lítið úr gáfnafari hans. 30. apríl 2018 21:27
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent