Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. maí 2018 08:05 Aron Einar ætlar ekki að missa af HM í Rússlandi vísir/hanna Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. Liðþófi rifnaði í hægra hné Arons Einars í leik með félagsliði hans Cardiff City um helgina og varð hann að fara í uppskurð eins fljótt og hægt var. „Tíminn frá því að ég meiddist og fram að því að ég fékk niðurstöður um hversu alvarlegt þetta væri var einhver sá óþægilegasti sem ég hef lifað. Ég var farinn að búa mig undir það versta en sem betur fer þá voru meiðslin ekki jafn slæm og ég óttaðist,“ sagði Aron Einar í tilkynningu sem send var fjölmiðlum nú í morgun. „Ég er þakklátur fyrir þann kraft sem settur hefur verið í að meðhöndla mig. Stjórnendur Cardiff sem og þeir sem starfa hjá íslenska landsliðinu eru búnir að slá í takt undangengna daga og það eru allir að gera sitt besta til að tryggja að ég nái sem skjótustum bata. Aðgerðin á mánudaginn heppnaðist vel og í dag byrjar ferlið þar sem ég vinn mig smám saman aftur af stað. Þetta verður hvorki þægilegt né skemmtilegt, en það breytir mig engu. Ég er bjartsýnn og ég geri bara það sem ég þarf að gera til að vera klár í tæka tíð.“ Aðeins 45 dagar eru í fyrsta leik á HM þar sem Ísland mætir Argentíu í Moskvu og er enginn vafi í huga Arons að hann muni verða þar með landsliðinu. „Ég ætla mér á HM, svo einfalt er það,“ sagði Aron. Aron er ekki eina íslenska íþróttastjarnan sem hefur orðið fyrir áfalli vegna meiðsla en Gunnar Nelson þurfti að hætta við bardaga sinn sem átti að fara fram í Liverpool í maí vegna meiðsla. Hann tók til samfélagsmiðla og lýsti yfir stuðningi við fyrirliðann.Góðan bata kafteinn. Hlakka til að sjá þig á HM í Rússlandi. Ef þú vilt kíkja í kaffi þá er ég heima líka með fótinn uppí loftið — Gunnar Nelson (@GunniNelson) May 1, 2018Haha hljómar vel, ég er pro á hjólastól #wheelies — Gunnar Nelson (@GunniNelson) May 1, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar í aðgerð á morgun: „Bjartsýnn fyrir HM“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands og leikmaður Cardiff, mun undirgangast aðgerð á morgun vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Cardiff og Hull í gærkvöldi en Aron Einar fór af velli eftir níu mínútna leik. 29. apríl 2018 17:40 Aron Einar meiddur á hné og ökkla | Fer í myndatöku á morgun Neil Warnock staðfestir að Aron Einar hafði meiðst á hné og ökkla en alvarleiki meiðslanna er óljós og kemur betur í ljós á morgun þegar landsliðsfyrirliðinn fer í myndatöku. 28. apríl 2018 17:53 Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira
Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. Liðþófi rifnaði í hægra hné Arons Einars í leik með félagsliði hans Cardiff City um helgina og varð hann að fara í uppskurð eins fljótt og hægt var. „Tíminn frá því að ég meiddist og fram að því að ég fékk niðurstöður um hversu alvarlegt þetta væri var einhver sá óþægilegasti sem ég hef lifað. Ég var farinn að búa mig undir það versta en sem betur fer þá voru meiðslin ekki jafn slæm og ég óttaðist,“ sagði Aron Einar í tilkynningu sem send var fjölmiðlum nú í morgun. „Ég er þakklátur fyrir þann kraft sem settur hefur verið í að meðhöndla mig. Stjórnendur Cardiff sem og þeir sem starfa hjá íslenska landsliðinu eru búnir að slá í takt undangengna daga og það eru allir að gera sitt besta til að tryggja að ég nái sem skjótustum bata. Aðgerðin á mánudaginn heppnaðist vel og í dag byrjar ferlið þar sem ég vinn mig smám saman aftur af stað. Þetta verður hvorki þægilegt né skemmtilegt, en það breytir mig engu. Ég er bjartsýnn og ég geri bara það sem ég þarf að gera til að vera klár í tæka tíð.“ Aðeins 45 dagar eru í fyrsta leik á HM þar sem Ísland mætir Argentíu í Moskvu og er enginn vafi í huga Arons að hann muni verða þar með landsliðinu. „Ég ætla mér á HM, svo einfalt er það,“ sagði Aron. Aron er ekki eina íslenska íþróttastjarnan sem hefur orðið fyrir áfalli vegna meiðsla en Gunnar Nelson þurfti að hætta við bardaga sinn sem átti að fara fram í Liverpool í maí vegna meiðsla. Hann tók til samfélagsmiðla og lýsti yfir stuðningi við fyrirliðann.Góðan bata kafteinn. Hlakka til að sjá þig á HM í Rússlandi. Ef þú vilt kíkja í kaffi þá er ég heima líka með fótinn uppí loftið — Gunnar Nelson (@GunniNelson) May 1, 2018Haha hljómar vel, ég er pro á hjólastól #wheelies — Gunnar Nelson (@GunniNelson) May 1, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar í aðgerð á morgun: „Bjartsýnn fyrir HM“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands og leikmaður Cardiff, mun undirgangast aðgerð á morgun vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Cardiff og Hull í gærkvöldi en Aron Einar fór af velli eftir níu mínútna leik. 29. apríl 2018 17:40 Aron Einar meiddur á hné og ökkla | Fer í myndatöku á morgun Neil Warnock staðfestir að Aron Einar hafði meiðst á hné og ökkla en alvarleiki meiðslanna er óljós og kemur betur í ljós á morgun þegar landsliðsfyrirliðinn fer í myndatöku. 28. apríl 2018 17:53 Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira
Aron Einar í aðgerð á morgun: „Bjartsýnn fyrir HM“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands og leikmaður Cardiff, mun undirgangast aðgerð á morgun vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Cardiff og Hull í gærkvöldi en Aron Einar fór af velli eftir níu mínútna leik. 29. apríl 2018 17:40
Aron Einar meiddur á hné og ökkla | Fer í myndatöku á morgun Neil Warnock staðfestir að Aron Einar hafði meiðst á hné og ökkla en alvarleiki meiðslanna er óljós og kemur betur í ljós á morgun þegar landsliðsfyrirliðinn fer í myndatöku. 28. apríl 2018 17:53
Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42