Enski boltinn

Milner: Fæ mér kannski Ribena

Anton Ingi Leifsson skrifar
Milner var búinn á því í leikslok og eðlilega mjög svo sáttur.
Milner var búinn á því í leikslok og eðlilega mjög svo sáttur. vísir/afp
James Milner, einn lykilmanna Liverpool, segir að leikmenn liðsins muni kannski fá sér í glas í kvöld en hann sjálfur verði í Ribena.

Þetta sagði hann eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en liðið mætir Real Madrid í úrslitaleiknum í Kiev síðar í mánuðinum.

„Ég veit ekki hvað skal segja eftir þetta. Við vitum hvernig á að gera þetta spennandi, er það ekki? Þetta snýst um þetta,” sagði James Milner virkilega ánægður, eðlilega, í leikslok.

„Við þurfum að vera betri að klára leiki. Eftir allt fannst mér við spila nokkuð vel en við þurfum að stýra þessu betur. Enginn segir að það sé auðveld leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og við höfum slegið út frábær lið.”

„Þetta snerist um að klára verkefnið og nú erum við komnir í úrslitaleikinn. Við þurfum að að njóta en ekki of lengi því eigum mikilvægan leik um næstu helgi,” en Liverpool spilar við Chelsea um helgina.

Aðspurður um hvort að leikmenn liðsins myndu fá sér vín í kvöld svaraði Milner: „Ég fæ mér kannski Ribena, kannski!” sagði Milner að lokum en Ribena er saft drykkur. Milner ætlar greinilega ekki í ölið í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×