Enski boltinn

Klinsmann segir að Kane sé hinn fullkomni leikmaður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klinsmann með glæsilegan bikar.
Klinsmann með glæsilegan bikar. vísir/afp
Jurgen Klinsmann, fyrrum framherji Tottenham, segir að Harry Kane sé hinn fullkomni framherji og hrósar félaginu fyrir að leyfa honum að blómstra en Kane kom úr akademíu Tottenham.

Klinsmann verða hetja á einu tímabili hjá Tottenham er hann skoraði 29 mörk tímabilið 1994/95 áður en hann snéri svo aftur og spilaði með liðinu 1997/98. Í millitíðinni spilaði hann með Bayern Munchen og Sampdoria.

„Ég er mjög hrifinn af Harry. Hann er mjög fullkominn í leik sínum. Hann getur skorað með vinstri, hægri, hausnum og hann sendir boltann vel,” sagði Klinsmann um framherjann knáa.

„Hann tengir vel við leikmennina í kring, eins og Teddy Sheringham var. Hann var einnig eins fullkominn og Harry. Ég er einnig ánægður að hann kemur úr þessari frábæru akademíu.”

„Það gerir þig enn meira stoltann af honum því þú tengir meira við hann. Hann heldur sér á jörðinni því hann ólst upp við að þurfa leggja mikið á sig og vera í jafnvægi, sem er kennt í Tottenham-akademíunni.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×