Enski boltinn

"Þarft að vera heppinn til að vinna Meistaradeildina”

Dagur Lárusson skrifar
Antonio Conte.
Antonio Conte. vísir/getty
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að öll lið sem vinna Meistaradeildina þurfa að hafa einhvers konar heppni með sér.

 

Conte var spurður út í velgengni Liverpool í Meistaradeildinni í vetur og sagði hann að Liverpool hefur spilað mjög vel en heppni hefur einnig átt sinn þátt í velgengninni.

 

„Í deildinni eru 38 leikir þar sem þú getur sýnt það að þú átt skilið að vinna deildina, að þú sért besta liðið.”

 

„Í Meistaradeildinni, þegar þú nærð í undanúrslitin, þá getur úrslitin haft bæði neikvæð og jákvæð áhrif á framtíð félagsins.”

 

„Þess vegna tel ég að til þess að vinna Meistaradeildina, þá þarftu að að vera heppinn. Þú verður auðvitað að spila vel, en heppnin spilar stærra hlutverk.”

 

„Mistök hjá dómurum getur ákveðið hvernig framtíðin þín verður hjá félaginu eða hvernig framtíð félagsins verður yfir höfuð. Í deildinni er það einfaldlega þannig að það lið vinnur sem á það mest skilið,” sagði Antonio Conte.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×