Erlent

Innanríkisráðherra Pakistan særður eftir morðtilræði

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Þingkosningar fara fram í Pakistan 15. júlí næstkomandi.
Þingkosningar fara fram í Pakistan 15. júlí næstkomandi. Vísir/AFP
Innanríkisráðherra Pakistan, Ahsan Iqbal, var fluttur særður á sjúkrahús á þriðja tímanum í dag en skotið var að honum þar sem hann kom af fundi í Punjab héraði. Skotið hæfði hann í handlegginn en ráðherrann er úr hættu. Reuters greinir frá.Tilræðið átti sér stað í Narowal hverfinu í Punjab héraði. Iqbal var að koma af fundi með kristnum hagsmunasamtökum en talið er að um morðtilræði hafi verið að ræða. Gert var að sárum ráðherrans á sjúkrahúsi í Lahore en árásarmaðurinn var handtekinn um leið og hann hafði skotið Iqbal.Forsætisráðherra Pakistan, Shahid Khaqan Abbasi, hefur fordæmt árásina og krafist þess að rannsókn hefjist á málinu tafarlaust.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.