Erlent

Tívolíið girt af í lögregluaðgerðum í Kaupmannahöfn

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Lögreglan hefur ekki gefið upp ástæðu aðgerðanna.
Lögreglan hefur ekki gefið upp ástæðu aðgerðanna. Vísir/AFP
Þrír menn hafa verið handteknir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í Kaupmannahöfn nú síðdegis. Kaupmannahafnarlögreglan greinir frá þessu á Twitter síðu sinni en þar segir enn fremur að aðgerðum lögreglu sé nú lokið.Lögreglan í Kaupmannahöfn rannsakaði grunsamlegar aðstæður á nokkrum stöðum í borginni. Danska ríkisútvarpið greindi frá þessu en lögreglan hefur ekki gefið upp hver ástæða aðgerðanna var.Tívolíið var meðal annars verið girt af en málið tengist lögreglurannsókn á Ho­ved­banegård, aðalbrautarstöð borgarinnar.Fréttatilkynning verður send út vegna málsins seinna í kvöld að sögn Michael Andersen, yfirlögregluþjóns í Kaupmannahöfn.

Fréttin var uppfærð klukkan 19:06


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.